Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2023 17:25 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakana 78, skrifuðu undir samninginn í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu. Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Lögreglan Hinsegin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Lögreglan Hinsegin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira