Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 21:21 Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins. aðsend Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira