Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að fá fram sjónarmið barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 06:44 Ríkislögreglustjóri tekur undir með héraðssaksóknara varðandi brottfall þriggja ákvæða úr hegningarlögum. Vísir/Vilhelm Árið 2021 var 61 prósent brotaþola í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu undir 18 ára. Konur voru 85 prósent brotaþola en meðalaldur þeirra var 23 ár og meðalaldur karlkyns brotaþola 20 ár. Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06