Innlent

Vegir eru víða lokaðir eftir óveðrið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikil ófærð er nú á Austfjörðum og vegurinn milli Skóga og Víkur er lokaður.
Mikil ófærð er nú á Austfjörðum og vegurinn milli Skóga og Víkur er lokaður. Vísir/Vilhelm

Vegir víða lokaðir og ekki búist við að það opni fyrr en í fyrsta en líður á daginn að því er segir á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Nýjar upplýsingar um opnanir birtast um leið og þær berast á umferðin.is. Eins og staðan er nú er lokað um Þröskulda, Dynjandisheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Þá er verið að moka Öxnadalsheiði, og þæfingur á Öxnadalsheiði.

Þungfært er og skafrenningur á milli Húsavíkur og Kópaskers og lokað um Hófaskarð, Vopnafjaðarheiði, Möðrudalsöræfi og Mývatnsöræfi. Á Austurlandi er lokað á Lokað er á Fjarðarheiði og Fagradal og verið að skoða aðstæður einnig er verið að skoða flestar aðrar leiðið og koma upplýsingar um leið og þær berast.

Þungfært er á Norðfjarðarvegi og í Fáskrúðsfirði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Lokað er milli Lómagnúps og Jökulsárlóns og ekki búist við að fá upplýsingar fyrr en um hádegi. Snjóþekja og éljagangur er á Hringvegi um Síðu. Þá er einnig lokað á milli Skóga og Víkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×