Kötturinn Gosi komst í leitirnar eftir þrjár vikur í frosti og kulda Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. mars 2023 13:57 Tengslin sem Davíð Smári hefur myndað við heimilisköttinn Gosa eru einstök. Valgeir Ólason „Augnablikið þegar ég kom með Gosa upp í bústað og lagði hann í fangið á drengnum mínum, það var algjörlega stórkostlegt. Ég verð að viðurkenna að það kom alveg smá ryk í augað á manni,“ segir Valgeir Ólason, eigandi kattarins Gosa. Gosi hvarf í Grímsnesi fyrr í mánuðinum, á meðan gífurlegar frosthörkur gengu yfir. Þökk sé samhug og hjálpsemi samfélagsins í Öndverðarnesi, fjölskyldu og vina komst Gosi í leitirnar þremur vikum síðar og var nær dauða en lífi. Valgeir og eiginkona hans, Sara Bergmann Friðriksdóttir eru búsett í Njarðvík ásamt níu ára syni sínum, Davíð Smára, tveimur hundum og kettinum Gosa, sem er ellefu ára gamall. Davíð Smári er á einhverfurófi og eins og algengt er með börn sem greind eru með slíka röskun þá á hann stundum erfitt með mannleg tengsl og tilfinningalegu tjáningu. Tengslin sem Davíð Smári hefur myndað við heimilisköttinn Gosa eru einstök að sögn Valgeirs, og byrjuðu í raun að myndast áður en Davíð Smári fæddist. „Hann var enn með í móðurkviði þegar Gosi kom og hallaði að sér upp að bumbunni. Það var eins og hann væri að passa upp á litla ófædda barnið. Við eigum líka tvo hunda, en Davíð hefur „bondað“ alveg sérstaklega við Gosa og er stöðugt með hann við hliðina á sér eða í fanginu.“ Gosi er ellefu ára gamall og það vill svo til að afmælisdagurinn hans er 11.11.11.Valgeir Ólason Bústaðurinn vaktaður Fjölskyldan fer reglulega í sumarbústað í Grímsnesi sem er í eigu tengdaforeldra Valgeirs. Þangað héldu þau miðvikudaginn 22. febrúar síðastliðinn og var Gosi með í för eins og svo oft áður. „Svo gerist það aðfaranótt laugardagsins að hann hverfur. Hann var með ól með GPS tæki en aldrei þessu vant fer hann langt í burtu og rafhlaðan á ólinni tæmist. Ég fer út strax á laugardaginn og byrja að leita, er að allan daginn og næsta dag. Síðan kom að því að við þurftum að fara heim, í vinnu og skóla.“ Fjölskyldan nýtti Facebook til að auglýsa eftir Gosa í hinum ýmsu hópum fyrir kattaeigendur og fyrir íbúa á svæðinu. „Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, stofnandi Villikatta hefur svo samband við mig, en hún og konan hennar voru fyrir tilviljun staddar í bústað þarna nálægt. Þær fara strax að leita, óumbeðnar. Arndís bendir mér svo á konu sem er eiginlega hetjan í þessari sögu.“ Umrædd kona er Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum, en hún hefur unnið mikið með Villiköttum í gegnum tíðina. „Hún var boðin og búin á öllum tímum sólarhrings, mætti með fellibúr og myndavélar með hreyfiskynjara og veitti okkur allskyns ráð. Þarna var ég við það að gefast upp á leitinni en hún hafði svo mikla trú á þessu og hvatti okkur áfram.“ Bústaður fjölskyldunnar var að sögn Valgeirs mannaður alla daga. „Tengdaforeldrar mínir voru þar í nokkra daga, foreldrar mínir hjálpuðu til við að leita, og vinafólk okkar sem býr hér í Njarðvík keyrði þrisvar sinnum austur fyrir fjall til að leita, óumbeðin. Annað hvort okkar hjónanna var síðan uppi í bústað, og ég keyrði bara í vinnuna til Reykjavíkur úr bústaðnum og til baka, og hélt áfram að leita.“ Horaður og aðframkominn Á meðan Gosi var týndur skullu á mestu frosthörkur sem orðið hafa hér á landi síðan um miðja síðustu öld. „Flestar nætur þegar ég dvaldi þarna var 7 til 14 stiga frost. Þegar ég fór út í bíl á morgnana var yfirleitt 12 til 14 stiga frost,“ segir Valgeir. Og leitin hélt áfram. „Við fórum að fá ábendingar frá hinum og þessum og svo gerist það að starfsmaður skógræktarfélagsins sér hann og hringir í mig. Við settum auglýsinguna í kattagrúbbur á facebook og svo fékk ég aðgang í hóp félags sumarhúsaeigenda á Öndverðarnesi, jafnvel þó við værum ekki þar. Þar var fullt af fólki að deila þessu áfram og setja sig í samband við okkur, fólk sem ég þekki ekki beitt.“ Aðalsteinn Steinþórsson sumarhúsaeigandi á svæðinu hafði síðan samband við Valgeir eftir að hafa tekið eftir Gosa á upptöku öryggismyndavélar í bústað sínum. „Það sást á þessum upptökum að hann var orðinn mjög horaður og veikburða og hafði það varla af að komast upp brekkuna upp að bústaðnum. Hann var algjörlega aðframkominn.“ Hvekktur og hræddur Tveimur dögum síðar, á laugardegi, var fjölskyldan stödd í bústað tengdaforeldranna og Valgeir fór út að leita um kvöldmatarleytið. Þarna voru þrjár vikur liðnar frá hvarfi Gosa. „Á þessum tímapunkti var ég eiginlega búinn að gefast upp, fannst útilokað að við myndum finna hann og taldi nær víst að hann hefði farið í felur einhvers staðar og frosið í hel. Ég keyrði út úr hverfinu þar sem ég hafði verið að leita og yfir í Vaðnesið. Skyndilega sá ég svo Gosa í vegkantinum!“ Gosi var að sögn Valgeirs ansi hvekktur, eins og þekkt er með ketti sem hafa verið lengi á vergangi. „Ég hoppaði út úr bílnum tíu metra frá, og tók með mér skinku, sem ég veit að er í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann flúði frá mér, og ég sest á veginn og hringi í konuna mína og Guðnýju Tómasdóttur til að fá ráð. Guðný ráðlagði mér að elta hann alls ekki, heldur sitja bara og spjalla við hann í rólegheitum. Ég sat svo hjá honum í rúmlega kortér, kastaði til hans skinku en hann kom ekki. Á endanum ákvað ég að skríða til hans á maganum, eftir malarveginum og það var dágóður spotti. Að lokum kom hann í fangið á mér, afskaplega lítill í sér og aumur. Hann vegur rúmlega fimm og hálft kíló en þarna var hann orðinn tæp þrjú kíló og var bara eins og gangandi beinagrind. Það er alveg ljóst að það hefði ekki mátt muna miklu, hann hefði ekki átt mikið eftir ef hann hefði ekki fundist þennan dag. Hann hefur líklega ekki komist neitt inn í hlýju þessar þrjár vikur, eða fundið eitthvað matarkyns, nema þá hugsanlega veitt mýs.“ Gosi er nú kominn heim á ný og er á góðum batavegi.Valgeir Ólason Allur að braggast Í bústaðnum biðu Davíð Smári og móðir hans og eins og vænta mátti urðu miklir fagnaðarfundir. Þegar komið var þangað fékk Gosi litla skammta af blautmat á klukkutíma fresti. Í gærmorgun fór hann svo á Dýraspítalann í Garðabæ þar sem hann fékk vökva í æð. Í ljós kom að öll líffærin voru í lagi og hann var ekki í lífshættu. Valgeir segist vera snortinn yfir samhug, stuðning og hjálpsemi allra þeirra sem tóku þátt í leitinni að Gos. Hann segir samfélagið á Öndverðarnesi vera algjörlega einstakt. „Það eru allir að fylgjast með hvor öðrum og hjálpast að og það þekkja allir alla. Um leið og fólk vissi hvað við vorum að gera þá voru allir boðnir og búnir til að hjálpa. Ágúst Gestsson, umsjónarmaður á svæðinu lét okkur til dæmis fá lykil að hliðinu svo við gætum farið þangað og sett fellibúr. Fólk var að fara í göngutúra á svæðinu til að leita.“ Gosi er nú kominn heim á ný og dvelur þar í góðu atlæti á meðan hann er að braggast. „Hann er strax byrjaður að vera með dólg, vaknaði klukkan fjögur í nótt til að heima mat. Þannig að hans gamli karakter er að koma til baka.“ Gæludýr Kettir Grímsnes- og Grafningshreppur Reykjanesbær Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Gosi hvarf í Grímsnesi fyrr í mánuðinum, á meðan gífurlegar frosthörkur gengu yfir. Þökk sé samhug og hjálpsemi samfélagsins í Öndverðarnesi, fjölskyldu og vina komst Gosi í leitirnar þremur vikum síðar og var nær dauða en lífi. Valgeir og eiginkona hans, Sara Bergmann Friðriksdóttir eru búsett í Njarðvík ásamt níu ára syni sínum, Davíð Smára, tveimur hundum og kettinum Gosa, sem er ellefu ára gamall. Davíð Smári er á einhverfurófi og eins og algengt er með börn sem greind eru með slíka röskun þá á hann stundum erfitt með mannleg tengsl og tilfinningalegu tjáningu. Tengslin sem Davíð Smári hefur myndað við heimilisköttinn Gosa eru einstök að sögn Valgeirs, og byrjuðu í raun að myndast áður en Davíð Smári fæddist. „Hann var enn með í móðurkviði þegar Gosi kom og hallaði að sér upp að bumbunni. Það var eins og hann væri að passa upp á litla ófædda barnið. Við eigum líka tvo hunda, en Davíð hefur „bondað“ alveg sérstaklega við Gosa og er stöðugt með hann við hliðina á sér eða í fanginu.“ Gosi er ellefu ára gamall og það vill svo til að afmælisdagurinn hans er 11.11.11.Valgeir Ólason Bústaðurinn vaktaður Fjölskyldan fer reglulega í sumarbústað í Grímsnesi sem er í eigu tengdaforeldra Valgeirs. Þangað héldu þau miðvikudaginn 22. febrúar síðastliðinn og var Gosi með í för eins og svo oft áður. „Svo gerist það aðfaranótt laugardagsins að hann hverfur. Hann var með ól með GPS tæki en aldrei þessu vant fer hann langt í burtu og rafhlaðan á ólinni tæmist. Ég fer út strax á laugardaginn og byrja að leita, er að allan daginn og næsta dag. Síðan kom að því að við þurftum að fara heim, í vinnu og skóla.“ Fjölskyldan nýtti Facebook til að auglýsa eftir Gosa í hinum ýmsu hópum fyrir kattaeigendur og fyrir íbúa á svæðinu. „Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, stofnandi Villikatta hefur svo samband við mig, en hún og konan hennar voru fyrir tilviljun staddar í bústað þarna nálægt. Þær fara strax að leita, óumbeðnar. Arndís bendir mér svo á konu sem er eiginlega hetjan í þessari sögu.“ Umrædd kona er Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum, en hún hefur unnið mikið með Villiköttum í gegnum tíðina. „Hún var boðin og búin á öllum tímum sólarhrings, mætti með fellibúr og myndavélar með hreyfiskynjara og veitti okkur allskyns ráð. Þarna var ég við það að gefast upp á leitinni en hún hafði svo mikla trú á þessu og hvatti okkur áfram.“ Bústaður fjölskyldunnar var að sögn Valgeirs mannaður alla daga. „Tengdaforeldrar mínir voru þar í nokkra daga, foreldrar mínir hjálpuðu til við að leita, og vinafólk okkar sem býr hér í Njarðvík keyrði þrisvar sinnum austur fyrir fjall til að leita, óumbeðin. Annað hvort okkar hjónanna var síðan uppi í bústað, og ég keyrði bara í vinnuna til Reykjavíkur úr bústaðnum og til baka, og hélt áfram að leita.“ Horaður og aðframkominn Á meðan Gosi var týndur skullu á mestu frosthörkur sem orðið hafa hér á landi síðan um miðja síðustu öld. „Flestar nætur þegar ég dvaldi þarna var 7 til 14 stiga frost. Þegar ég fór út í bíl á morgnana var yfirleitt 12 til 14 stiga frost,“ segir Valgeir. Og leitin hélt áfram. „Við fórum að fá ábendingar frá hinum og þessum og svo gerist það að starfsmaður skógræktarfélagsins sér hann og hringir í mig. Við settum auglýsinguna í kattagrúbbur á facebook og svo fékk ég aðgang í hóp félags sumarhúsaeigenda á Öndverðarnesi, jafnvel þó við værum ekki þar. Þar var fullt af fólki að deila þessu áfram og setja sig í samband við okkur, fólk sem ég þekki ekki beitt.“ Aðalsteinn Steinþórsson sumarhúsaeigandi á svæðinu hafði síðan samband við Valgeir eftir að hafa tekið eftir Gosa á upptöku öryggismyndavélar í bústað sínum. „Það sást á þessum upptökum að hann var orðinn mjög horaður og veikburða og hafði það varla af að komast upp brekkuna upp að bústaðnum. Hann var algjörlega aðframkominn.“ Hvekktur og hræddur Tveimur dögum síðar, á laugardegi, var fjölskyldan stödd í bústað tengdaforeldranna og Valgeir fór út að leita um kvöldmatarleytið. Þarna voru þrjár vikur liðnar frá hvarfi Gosa. „Á þessum tímapunkti var ég eiginlega búinn að gefast upp, fannst útilokað að við myndum finna hann og taldi nær víst að hann hefði farið í felur einhvers staðar og frosið í hel. Ég keyrði út úr hverfinu þar sem ég hafði verið að leita og yfir í Vaðnesið. Skyndilega sá ég svo Gosa í vegkantinum!“ Gosi var að sögn Valgeirs ansi hvekktur, eins og þekkt er með ketti sem hafa verið lengi á vergangi. „Ég hoppaði út úr bílnum tíu metra frá, og tók með mér skinku, sem ég veit að er í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann flúði frá mér, og ég sest á veginn og hringi í konuna mína og Guðnýju Tómasdóttur til að fá ráð. Guðný ráðlagði mér að elta hann alls ekki, heldur sitja bara og spjalla við hann í rólegheitum. Ég sat svo hjá honum í rúmlega kortér, kastaði til hans skinku en hann kom ekki. Á endanum ákvað ég að skríða til hans á maganum, eftir malarveginum og það var dágóður spotti. Að lokum kom hann í fangið á mér, afskaplega lítill í sér og aumur. Hann vegur rúmlega fimm og hálft kíló en þarna var hann orðinn tæp þrjú kíló og var bara eins og gangandi beinagrind. Það er alveg ljóst að það hefði ekki mátt muna miklu, hann hefði ekki átt mikið eftir ef hann hefði ekki fundist þennan dag. Hann hefur líklega ekki komist neitt inn í hlýju þessar þrjár vikur, eða fundið eitthvað matarkyns, nema þá hugsanlega veitt mýs.“ Gosi er nú kominn heim á ný og er á góðum batavegi.Valgeir Ólason Allur að braggast Í bústaðnum biðu Davíð Smári og móðir hans og eins og vænta mátti urðu miklir fagnaðarfundir. Þegar komið var þangað fékk Gosi litla skammta af blautmat á klukkutíma fresti. Í gærmorgun fór hann svo á Dýraspítalann í Garðabæ þar sem hann fékk vökva í æð. Í ljós kom að öll líffærin voru í lagi og hann var ekki í lífshættu. Valgeir segist vera snortinn yfir samhug, stuðning og hjálpsemi allra þeirra sem tóku þátt í leitinni að Gos. Hann segir samfélagið á Öndverðarnesi vera algjörlega einstakt. „Það eru allir að fylgjast með hvor öðrum og hjálpast að og það þekkja allir alla. Um leið og fólk vissi hvað við vorum að gera þá voru allir boðnir og búnir til að hjálpa. Ágúst Gestsson, umsjónarmaður á svæðinu lét okkur til dæmis fá lykil að hliðinu svo við gætum farið þangað og sett fellibúr. Fólk var að fara í göngutúra á svæðinu til að leita.“ Gosi er nú kominn heim á ný og dvelur þar í góðu atlæti á meðan hann er að braggast. „Hann er strax byrjaður að vera með dólg, vaknaði klukkan fjögur í nótt til að heima mat. Þannig að hans gamli karakter er að koma til baka.“
Gæludýr Kettir Grímsnes- og Grafningshreppur Reykjanesbær Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira