Grímsnes- og Grafningshreppur

Fréttamynd

GOGG, GOGG, GOGG og aftur GOGG

Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­dráp í Kiðja­bergi komið til sak­sóknara

Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um neta­veiði í Ölfus­á

Þeir sem bera hag Norður-Atlantshafslaxins fyrir brjósti biðla nú til þeirra sem enn stunda netaveiði í Ölfusá að hlífa því sem eftir lifir stofns í stærsta ferskvatnakerfi í Evrópu. Þeir segja þetta ljótan blett á orðspori Íslands og laxinn sé í útrýmingarhættu. Sveitin er klofin. Jörundur Gauksson lögmaður, formaður í Veiðifélagi Árnessýslu, stendur hins vegar fastur fyrir og á sínu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur verið með kindur í Reykja­vík í 67 ár

Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Að búa í sveit

Búseta í dreifbýli hefur sína kosti og galla, nálægðin við náttúruna er stórt aðdráttarafl en á sama tíma getur verið aðeins lengra í ákveðna þjónustu. Hvert sveitarfélag gegnir ákveðnum skyldum gagnvart íbúum þess.

Skoðun
Fréttamynd

Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni

Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár.

Lífið
Fréttamynd

Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn

Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar streyma á Sól­heima

Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki.

Lífið
Fréttamynd

Reynir Pétur gengur miklu minna en hann gerði

Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur heldur dregið úr gönguferðum sínum því hann er komin með gangráð af því að hann var svo fljótur að mæðast. Þess í stað hjólar hann mikið, auk þess að vera á rafskutlu.

Lífið
Fréttamynd

Mikil upp­bygging fram­undan á Borg í Gríms­nesi

Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

„Öll að­staða er til fyrir­myndar“

Rekstraraðili tjaldsvæðisins í Þrastaskógi segir að svæðið sé búið að vera lokað síðan í september á síðasta ári. Hann segir heilbrigðiseftirlitið hafa tekið svæðið út í vikunni og að það muni opna um mánaðamótin.

Innlent
Fréttamynd

Ó­fag­leg vinnu­brögð HSU og FSRE

Mikil umræða er þessa dagana um heilsugæslumál í Uppsveitum Árnessýslu. Engan skal undra þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafa ákveðið að flytja Heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum.

Skoðun
Fréttamynd

Hlutur sak­borninga mis­mikill

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn vegna meints manndráps í Kiðja­bergi miðar vel

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabregi 20. apríl miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum karlmönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt. 

Innlent
Fréttamynd

Segja var­kárni á­vallt hafa verið Haraldi efst í huga

Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. 

Innlent
Fréttamynd

Hafi mögu­lega reynt að lenda á ísi­lögðu vatninu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald beggja fram­lengt

Tveir litáískir karlmenn, sem sætt hafa gæsluvarðhaldi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabergi frá 20. apríl, munu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 10. maí. Þeir verða báðir í einangrun.

Innlent