Deila vegna hundaleikfangs, viskís og hundaskíts ratar til Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 16:59 Flaska af Jack Daniels annars vegar og hið umdeilda hundaleikfang hins vegar. Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að viskíflaskan er vinstra megin. AP/Jessica Gresko Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál Jack Daniels gegn framleiðendum hundaleikfangs sem lítur út eins og viskíflöskur. Lögmenn brugghússins segja hundaleikfangið tengja viskíið við hundaskít. Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira