Spá Þungavigtarinnar fyrir Bestu deildina: Blikar verja titilinn en Mike setur pressu á Valsmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 23:00 Arnar Grétarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar ef spá áskrifenda Þungavigtarinnar gengur eftir. Vísir/Pawel/Hulda Margrét Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu karla ef spá Þungavigtarinnar gengur eftir. HK og Fylkir falla en Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum hlaðvarpsins, setur mikla pressu á Valsmenn. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK Besta deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK
Besta deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira