Spá Þungavigtarinnar fyrir Bestu deildina: Blikar verja titilinn en Mike setur pressu á Valsmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 23:00 Arnar Grétarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar ef spá áskrifenda Þungavigtarinnar gengur eftir. Vísir/Pawel/Hulda Margrét Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu karla ef spá Þungavigtarinnar gengur eftir. HK og Fylkir falla en Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum hlaðvarpsins, setur mikla pressu á Valsmenn. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK
Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Sjá meira