Þjóðverjar sækjast eftir þjónustu spútnikstjörnu LA Lakers liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2023 15:31 Austin Reaves er rosalega grimmur í því að keyra á körfuna. Hann hefur tekið 31 víti í síðustu tveimur leikjum Los Angeles Lakers. AP/Mark J. Terrill Austin Reaves er kallaður Hillbilly Kobe og hann er að lífga vel upp á leik Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Reaves fékk tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og svaraði með því að skora 25 stig og gefa 11 stoðsendingar. Hann frammistaða átti mikinn þátt í því að Lakers vann 122-111 sigur á Phoenix Suns. Austin Reaves hafði skoraði 35 stig af bekknum í sigurleik á Orlando Magic í leiknum á undan. Malik Beasley varð því að víkja úr byrjunarliðinu og Reaves kom inn með flottum árangri. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Reaves kom sér meðal annars þrettán sinnum á vítalínuna og hitti úr sextíu prósent skota sinna. Hann var líka aðeins með tvo tapaða bolta á móti ellefu stoðsendingum. Hinn 24 ára gamli Reaves er nú með 12,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu en framlag hans hefur verið dýrmætt í fjarveru LeBrons James. Í marsmánuði hefur hann hækkað þessar tölur upp í 17,7 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Reaves hefur líka vakið athygli fyrir utan Bandaríkin því nú berast fréttir af því að þýska körfuboltasambandið vilji fá hann til að spila fyrir þýska landsliðið á HM í haust. Reaves er sagður þegar hafa rætt þennan möguleika við Dennis Schröder sem er þýskur landsliðsmaður og liðsfélagi hans hjá Lakers. Reaves fékk þýskt ríkisfang á síðasta ári en amma hans er frá Þýskalandi. Spencer bróðir hans er líka með þýskt ríkisfang og spilar fyrir þýska liðið Brose Bamberg. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Reaves fékk tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og svaraði með því að skora 25 stig og gefa 11 stoðsendingar. Hann frammistaða átti mikinn þátt í því að Lakers vann 122-111 sigur á Phoenix Suns. Austin Reaves hafði skoraði 35 stig af bekknum í sigurleik á Orlando Magic í leiknum á undan. Malik Beasley varð því að víkja úr byrjunarliðinu og Reaves kom inn með flottum árangri. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Reaves kom sér meðal annars þrettán sinnum á vítalínuna og hitti úr sextíu prósent skota sinna. Hann var líka aðeins með tvo tapaða bolta á móti ellefu stoðsendingum. Hinn 24 ára gamli Reaves er nú með 12,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu en framlag hans hefur verið dýrmætt í fjarveru LeBrons James. Í marsmánuði hefur hann hækkað þessar tölur upp í 17,7 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Reaves hefur líka vakið athygli fyrir utan Bandaríkin því nú berast fréttir af því að þýska körfuboltasambandið vilji fá hann til að spila fyrir þýska landsliðið á HM í haust. Reaves er sagður þegar hafa rætt þennan möguleika við Dennis Schröder sem er þýskur landsliðsmaður og liðsfélagi hans hjá Lakers. Reaves fékk þýskt ríkisfang á síðasta ári en amma hans er frá Þýskalandi. Spencer bróðir hans er líka með þýskt ríkisfang og spilar fyrir þýska liðið Brose Bamberg.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins