Fyrsta konan til að dæma í efstu deildum karla og kvenna í handbolta á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 15:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir með fjölskyldu sinni eftir sigur íslenska landsliðsins á Tékkum í Laugardalshöllinni á dögunum þar sem sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson spilaði stórt hlutverk. Vísir/Hulda Margrét Þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur í nýjasta þætti Sigurlaugar Rúnarsdóttur þar sem Silla fer yfir íslenska kvennahandboltann með flottum viðmælendum. Silla var með pínu öðruvísi þátt því gestir hennar spila ekki handbolta heldur voru það Viðreisnakonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín hefur verið þingkona frá 1999 og var Menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017. Flestir þekkja tengsl Þorgerður Katrínar við handboltann enda móðir landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og eiginkona fyrrum markahæsta leikmanns landsliðsins Kristjáns Arasonar. Það vita það kannski ekki allir að Þorgerður Katrín var sjálf á fullu í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem dómari. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setur landsþing Viðreisnar.Viðreisn Tregi og eftirsjá að vera ekki að spila Þorgerður Katrín sagði frá dómaraferli sínum í Handkastinu með Sigurlaugu Rúnarsdóttur. Þorgerður Katrín er nefnilega fyrsta konan til að dæma í efstu deild karla og kvenna. „Ég öfundaði Kötu af því að ég flyt út til Þýskalands árið 1985, fylgi karlinum mínum og þá í rauninni hætti ég í handbolta að einhverju leiti. Ég fylgdist alltaf með stelpunum og það var tregi og eftirsjá að vera ekki að spila,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Fyrst flytjum við til Hameln og þar var enginn kvennahandbolti en svo flytjum við til Gummersbach og erum þar í tvö ár. Þá næ ég að spila með kvennaliði Gummersbach. Það var rosagaman og ég held að þær hafi verið í þriðju deildinni. Það var mikið stuð og gaman. Þá byrjaði ég að dæma,“ sagði Þorgerður Katrín. Dæmdi mjög mikið í neðri deildum í Þýskalandi „Ég dæmi mjög mikið í neðri deildum út í Þýskalandi og kynntist þar þýskum dómurum. Svo hélt ég því áfram þegar við fluttum aftur út til Þýskaland 1994 eða 1995. Þá var ég ófrísk,“ sagði Þorgerður Katrín en hún dæmdi líka hérna heima. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og sést hér í Kryddsíld 2022.Vísir/Hulda Margrét „Ég er fyrsti kvennadómarinn í efstu deild karla og kvenna en það var 1991 eða 1992 sem ég dæmi þar. Þá voru nokkrar sem sýndu áhuga. Það er sjúklega gaman að dæma ef maður áttar sig á því að dómararnir eru ekki aðalmálið. Þeirra hlutverk er að láta leikinn ganga,“ sagði Þorgerður Katrín. Framlag hennar til FH eða dæma hjá yngri flokkum „Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri í dag, ekki oft sem ég geri það, en mitt framlag til FH er að dæma í yngri flokkunum. Í 3. og 4. flokki kvenna og það er líka ótrúlega skemmtilegt að sjá efnin. Það liggur við að maður gleymi sér: Vá hvað þessar eru æðislegar eða strákarnir,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er fullt að gerast hjá handboltafélögum út um allt land finnst mér,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigurlaug benti þá á að henni finnist gaman að dæma en það er bara svo ótrúlega margt ljótt sagt við dómara í dag. Hún fær oft sting fyrir hjartað og finnst að dómari þurfi að vera með brjálæðislega breytt bak. Varnarmenn fá ekki að njóta vafans „Það var þannig fyrst þegar ég byrjaði að dæma hérna heima en svo einhvern veginn fór það. Það var kannski ein setning sem situr eftir og ég ætla ekki að segja hana hér. Að öðru leiti fannst mér þetta almennt vera frekar prúðmannlegheit. Um daginn var ég að dæma leik sem endaði með jafntefli en það voru efstu liðin í 3. flokki karla . Það var hasarleikur en það var ekkert nema prúðmennskan,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerði Katrín finnst varnarmenn ekki oft fá að njóta vafans en það má heyra meira um skoðanir hennar á dómgæslu með því að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Handkastið FH Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Sjá meira
Silla var með pínu öðruvísi þátt því gestir hennar spila ekki handbolta heldur voru það Viðreisnakonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín hefur verið þingkona frá 1999 og var Menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017. Flestir þekkja tengsl Þorgerður Katrínar við handboltann enda móðir landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og eiginkona fyrrum markahæsta leikmanns landsliðsins Kristjáns Arasonar. Það vita það kannski ekki allir að Þorgerður Katrín var sjálf á fullu í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem dómari. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setur landsþing Viðreisnar.Viðreisn Tregi og eftirsjá að vera ekki að spila Þorgerður Katrín sagði frá dómaraferli sínum í Handkastinu með Sigurlaugu Rúnarsdóttur. Þorgerður Katrín er nefnilega fyrsta konan til að dæma í efstu deild karla og kvenna. „Ég öfundaði Kötu af því að ég flyt út til Þýskalands árið 1985, fylgi karlinum mínum og þá í rauninni hætti ég í handbolta að einhverju leiti. Ég fylgdist alltaf með stelpunum og það var tregi og eftirsjá að vera ekki að spila,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Fyrst flytjum við til Hameln og þar var enginn kvennahandbolti en svo flytjum við til Gummersbach og erum þar í tvö ár. Þá næ ég að spila með kvennaliði Gummersbach. Það var rosagaman og ég held að þær hafi verið í þriðju deildinni. Það var mikið stuð og gaman. Þá byrjaði ég að dæma,“ sagði Þorgerður Katrín. Dæmdi mjög mikið í neðri deildum í Þýskalandi „Ég dæmi mjög mikið í neðri deildum út í Þýskalandi og kynntist þar þýskum dómurum. Svo hélt ég því áfram þegar við fluttum aftur út til Þýskaland 1994 eða 1995. Þá var ég ófrísk,“ sagði Þorgerður Katrín en hún dæmdi líka hérna heima. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og sést hér í Kryddsíld 2022.Vísir/Hulda Margrét „Ég er fyrsti kvennadómarinn í efstu deild karla og kvenna en það var 1991 eða 1992 sem ég dæmi þar. Þá voru nokkrar sem sýndu áhuga. Það er sjúklega gaman að dæma ef maður áttar sig á því að dómararnir eru ekki aðalmálið. Þeirra hlutverk er að láta leikinn ganga,“ sagði Þorgerður Katrín. Framlag hennar til FH eða dæma hjá yngri flokkum „Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri í dag, ekki oft sem ég geri það, en mitt framlag til FH er að dæma í yngri flokkunum. Í 3. og 4. flokki kvenna og það er líka ótrúlega skemmtilegt að sjá efnin. Það liggur við að maður gleymi sér: Vá hvað þessar eru æðislegar eða strákarnir,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er fullt að gerast hjá handboltafélögum út um allt land finnst mér,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigurlaug benti þá á að henni finnist gaman að dæma en það er bara svo ótrúlega margt ljótt sagt við dómara í dag. Hún fær oft sting fyrir hjartað og finnst að dómari þurfi að vera með brjálæðislega breytt bak. Varnarmenn fá ekki að njóta vafans „Það var þannig fyrst þegar ég byrjaði að dæma hérna heima en svo einhvern veginn fór það. Það var kannski ein setning sem situr eftir og ég ætla ekki að segja hana hér. Að öðru leiti fannst mér þetta almennt vera frekar prúðmannlegheit. Um daginn var ég að dæma leik sem endaði með jafntefli en það voru efstu liðin í 3. flokki karla . Það var hasarleikur en það var ekkert nema prúðmennskan,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerði Katrín finnst varnarmenn ekki oft fá að njóta vafans en það má heyra meira um skoðanir hennar á dómgæslu með því að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Handkastið FH Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Sjá meira