Héraðssaksóknari höfðaði málið fyrr á þessu ári og fer aðalmeðferð fram í næsta mánuði. Háttsemi ákærða er talin varða við nauðgunarákvæði hegningarlaga og þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Í ákæru segir að ákærði hafi í október 2021, á þáverandi heimili sínu, dregið niður um buxur brotaþola og haft við hana samræði gegn hennar vilja. Hún hafi ítrekað látið hann vita að hún vildi þetta ekki og beðið hann að stoppa.
Lögmaður brotaþola gerir einkaréttarkröfu upp á fjórar milljónir í miskabætur. Þá er einnig gerð krafa um hæfilega greiðslu til handa réttargæslumanni. Eins og fyrr segir fer aðalmeðferð fram í næsta mánuði.