Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. mars 2023 14:50 Chris Appleton er hvað þekktastur fyrir að vera hárgreiðslumaður stórstjörnunnar Kim Kardashian. Instagram Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. Það er óhætt að kalla Appleton „hárgreiðslumann stjarnanna“ því hann er hárgreiðslumaður athafnakonunnar Kim Kardashian og söngkonunnar Jennifer Lopez og ferðast reglulega með þeim um heiminn. Auk þess sér hann um hár leikkonunnar Drew Barrymore fyrir The Drew Barrymore Show. View this post on Instagram A post shared by Chris Appleton (@chrisappleton1) Þá hefur hann einnig greitt stjörnum á borð við Dua Lipa, Khloé Kardashian, Ariönu Grande, Kate Moss, Ritu Ora, Katy Perry, Cara Delevingne og Kylie Jenner. Listinn er endalaus og ljóst að Appleton er einn eftirsóttasti hárgreiðslumaður í Hollywood. Þrátt fyrir að dagskrá Appleton hljóti að vera ansi þétt flesta daga hefur hann fundið tíma til þess að gera stórskemmtileg og fræðandi myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar deilir hann sínum helstu ráðum og aðferðum til þess að framkalla hið eina sanna Hollywood hár. View this post on Instagram A post shared by Chris Appleton (@chrisappleton1) Leyndarmálið á bak við hinn fullkomna blástur Þegar kemur að Hollywood hári virðist allt snúast um sem mesta lyftingu og fyllingu og lumar Appleton á þó nokkrum ráðum hvernig megi ná því fram. Hér sýnir Appleton það sem hann kallar leyndarmálið á bak við hinn fullkomna blástur. Hér þarf að hafa við höndina stóran rúllubursta, góðan hárblásara, nokkrar spennur og jafnvel nokkrar stórar rúllur til þess að fullkomna lúkkið. @chrisappletonhair How to create the perfect blowout #hairtutorial #blowout Don't Start Now - Dua Lipa Eitt handtak getur gjörbreytt venjulegu tagli Gamla góða taglið er líklega vinsælasta hárgreiðsla allra tíma enda einföld og þægileg leið til þess að taka hárið frá andlitinu. Tagl er ekki síður falleg greiðsla sem klæðir flesta vel, enda hægt að útfæra hana á marga vegu. Hér sýnir Appleton hvernig hann gefur ósköp venjulegu tagli lyftingu með einföldu handtaki sem gjörbreytir greiðslunni. „Þetta ráð breytir leiknum gjörsamlega,“ segir hann. @chrisappletonhair This volume hair hack is a game changer! It masks any head of hair double the volume and way more exciting! #hair #ponytail #makeover #hairtutorial original sound - Chrisappleton1 Hér galdrar hann svo fram gjörólíka greiðslu en með nákvæmlega sömu aðferð. @chrisappletonhair Try this simple hair hack for extra volume Made You Look - Meghan Trainor Þykkir hárið um helming á nokkrum sekúndum Ef þið eruð með þunnt hár og finnst þið þurfa ennþá meiri fyllingu þurfið þið ekki að örvænta, því Appleton lumar að sjálfsögðu á góðu ráði fyrir ykkur. Þessi aðferð er örlítið flóknari en hér skapar æfingin meistarann eins og í öllu öðru. Appleton notast við samskonar aðferð og í taglinu sem sýnt var hér fyrir ofan. Hann skiptir hárinu upp í tvö tögl og dregur það neðra upp í gegnum það efra. Útkoman er ótrúleg og virðist hárið samstundis margfalt þykkara. @chrisappletonhair Everyone needs to try this hair hack it s a game changer - tag me in your duet I wana c you guys version Good as Hell - Lizzo Pamelu Anderson greiðslan vinsæla þarf ekki að vera flókin Eins og Vísir fjallaði um á síðasta ári hefur Pamela Anderson verið mikill áhrifavaldur í bæði hári og förðun undanfarið. Óreglulegt uppsett hár er eitt af helstu sérkennum Pamelu og hefur sú greiðsla verið ein sú allra heitasta undanfarið. Stjörnur á borð við Kim Kardashian hafa skartað greiðslunni og hér sýnir Appleton hvernig megi galdra hana fram á afar einfaldan hátt. Það sem þarf í þessa greiðslu er ein góð hárteygja, tvær litlar glærar teygjur, tvær spennur, krullujárn og hársprey. @chrisappletonhair How I created Kim k s glam Barbie updo with 2 Bobby pins! #hairtutorial #kimkardashian #hair #makeover #cultfavorite original sound - Chrisappleton1 Hér sýnir Appleton aðra aðferð til þess að kalla fram örlítið villtari útgáfu af sambærilegri greiðslu. Hann byrjar á því að krulla hárið gróflega. Því næst spreyjar hann hárið, setur það upp með stórri klemmu og spennir lokkana niður með litlum spennum. Einfalt en afar flott. @chrisappletonhair How to create the kim k inspired updo First Class - Jack Harlow Notar „scrunchie“ til þess að þykkja snúðinn Snúður er hárgreiðsla sem verður gjarnan fyrir valinu hjá þeim sem vilja eyða sem minnstum tíma í hárið á morgnanna. Enda einstaklega hentug leið til þess að temja hárið jafnvel þótt það sé ógreitt eða á fjórða degi eftir hárþvott. Snúður er einnig vinsæl greiðsla hjá íþróttafólki eða þeim sem vinna störf sem krefjast þess að hárið sé uppsett. Þá getur þessi klassíska greiðsla einnig verið falleg við fínni tilefni. Appleton veit allt um vinsældir snúðsins og sýnir okkur hér leið til þess að gera hann þykkan og flottan, jafnvel þó svo að við séum með þunnt eða fíngert hár. Til þess notar hann svokallaða „scrunchie“ hárteygju, eitthvað sem flestir ættu að eiga til ofan í skúffu. @chrisappletonhair This is perfect for anyone with fine hair that wants to make there messy bun look triple the fitness in a few mins Talking to the Moon - Bruno Mars Hárgreiðslur sem geta umbreytt andlitinu Að lokum skulum við sjá hvernig nota má hárið til þess að lyfta andlitinu og ýta undir beinabygginguna. Hér sýnir Appleton þrjár mismunandi leiðir til þess. Fyrst sýnir hann hve miklu máli það getur skipt í hvaða átt maður krullar lokkana sem liggja næst andlitinu. Það að krulla í áttina frá andlitinu dregur athyglina að kinnbeinunum og lætur andlitið virka grennra, á meðan það að krulla í áttina að andlitinu lætur andlitið virðast hringlóttara og getur látið okkur líta út fyrir að vera eldri. Því næst bendir Appleton á að sú skipting sem við veljum okkur geti skipt heilmiklu máli. Hann ráðleggur fólki að losa sig við hliðarskiptinguna og skipta hárinu frekar í miðju. Hann segir miðjuskiptinguna undirstrika kinnbeinin og jafnvel gera okkur unglegri. Þriðja og síðasta ráð Appleton er að greiða hárið vel upp þegar við setjum í okkur tagl í stað þess að toga hárið beint aftur á bak. „Við viljum toga kinnbeinin upp og staðsetja taglið hátt uppi til þess að lyfta andlitinu,“ segir hann. @chrisappletonhair 3 EASY ways to make your face look more snatched ##hairtutorialsvideo original sound - Chrisappleton1 Hár og förðun Hollywood TikTok Tengdar fréttir Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. 26. janúar 2023 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Það er óhætt að kalla Appleton „hárgreiðslumann stjarnanna“ því hann er hárgreiðslumaður athafnakonunnar Kim Kardashian og söngkonunnar Jennifer Lopez og ferðast reglulega með þeim um heiminn. Auk þess sér hann um hár leikkonunnar Drew Barrymore fyrir The Drew Barrymore Show. View this post on Instagram A post shared by Chris Appleton (@chrisappleton1) Þá hefur hann einnig greitt stjörnum á borð við Dua Lipa, Khloé Kardashian, Ariönu Grande, Kate Moss, Ritu Ora, Katy Perry, Cara Delevingne og Kylie Jenner. Listinn er endalaus og ljóst að Appleton er einn eftirsóttasti hárgreiðslumaður í Hollywood. Þrátt fyrir að dagskrá Appleton hljóti að vera ansi þétt flesta daga hefur hann fundið tíma til þess að gera stórskemmtileg og fræðandi myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar deilir hann sínum helstu ráðum og aðferðum til þess að framkalla hið eina sanna Hollywood hár. View this post on Instagram A post shared by Chris Appleton (@chrisappleton1) Leyndarmálið á bak við hinn fullkomna blástur Þegar kemur að Hollywood hári virðist allt snúast um sem mesta lyftingu og fyllingu og lumar Appleton á þó nokkrum ráðum hvernig megi ná því fram. Hér sýnir Appleton það sem hann kallar leyndarmálið á bak við hinn fullkomna blástur. Hér þarf að hafa við höndina stóran rúllubursta, góðan hárblásara, nokkrar spennur og jafnvel nokkrar stórar rúllur til þess að fullkomna lúkkið. @chrisappletonhair How to create the perfect blowout #hairtutorial #blowout Don't Start Now - Dua Lipa Eitt handtak getur gjörbreytt venjulegu tagli Gamla góða taglið er líklega vinsælasta hárgreiðsla allra tíma enda einföld og þægileg leið til þess að taka hárið frá andlitinu. Tagl er ekki síður falleg greiðsla sem klæðir flesta vel, enda hægt að útfæra hana á marga vegu. Hér sýnir Appleton hvernig hann gefur ósköp venjulegu tagli lyftingu með einföldu handtaki sem gjörbreytir greiðslunni. „Þetta ráð breytir leiknum gjörsamlega,“ segir hann. @chrisappletonhair This volume hair hack is a game changer! It masks any head of hair double the volume and way more exciting! #hair #ponytail #makeover #hairtutorial original sound - Chrisappleton1 Hér galdrar hann svo fram gjörólíka greiðslu en með nákvæmlega sömu aðferð. @chrisappletonhair Try this simple hair hack for extra volume Made You Look - Meghan Trainor Þykkir hárið um helming á nokkrum sekúndum Ef þið eruð með þunnt hár og finnst þið þurfa ennþá meiri fyllingu þurfið þið ekki að örvænta, því Appleton lumar að sjálfsögðu á góðu ráði fyrir ykkur. Þessi aðferð er örlítið flóknari en hér skapar æfingin meistarann eins og í öllu öðru. Appleton notast við samskonar aðferð og í taglinu sem sýnt var hér fyrir ofan. Hann skiptir hárinu upp í tvö tögl og dregur það neðra upp í gegnum það efra. Útkoman er ótrúleg og virðist hárið samstundis margfalt þykkara. @chrisappletonhair Everyone needs to try this hair hack it s a game changer - tag me in your duet I wana c you guys version Good as Hell - Lizzo Pamelu Anderson greiðslan vinsæla þarf ekki að vera flókin Eins og Vísir fjallaði um á síðasta ári hefur Pamela Anderson verið mikill áhrifavaldur í bæði hári og förðun undanfarið. Óreglulegt uppsett hár er eitt af helstu sérkennum Pamelu og hefur sú greiðsla verið ein sú allra heitasta undanfarið. Stjörnur á borð við Kim Kardashian hafa skartað greiðslunni og hér sýnir Appleton hvernig megi galdra hana fram á afar einfaldan hátt. Það sem þarf í þessa greiðslu er ein góð hárteygja, tvær litlar glærar teygjur, tvær spennur, krullujárn og hársprey. @chrisappletonhair How I created Kim k s glam Barbie updo with 2 Bobby pins! #hairtutorial #kimkardashian #hair #makeover #cultfavorite original sound - Chrisappleton1 Hér sýnir Appleton aðra aðferð til þess að kalla fram örlítið villtari útgáfu af sambærilegri greiðslu. Hann byrjar á því að krulla hárið gróflega. Því næst spreyjar hann hárið, setur það upp með stórri klemmu og spennir lokkana niður með litlum spennum. Einfalt en afar flott. @chrisappletonhair How to create the kim k inspired updo First Class - Jack Harlow Notar „scrunchie“ til þess að þykkja snúðinn Snúður er hárgreiðsla sem verður gjarnan fyrir valinu hjá þeim sem vilja eyða sem minnstum tíma í hárið á morgnanna. Enda einstaklega hentug leið til þess að temja hárið jafnvel þótt það sé ógreitt eða á fjórða degi eftir hárþvott. Snúður er einnig vinsæl greiðsla hjá íþróttafólki eða þeim sem vinna störf sem krefjast þess að hárið sé uppsett. Þá getur þessi klassíska greiðsla einnig verið falleg við fínni tilefni. Appleton veit allt um vinsældir snúðsins og sýnir okkur hér leið til þess að gera hann þykkan og flottan, jafnvel þó svo að við séum með þunnt eða fíngert hár. Til þess notar hann svokallaða „scrunchie“ hárteygju, eitthvað sem flestir ættu að eiga til ofan í skúffu. @chrisappletonhair This is perfect for anyone with fine hair that wants to make there messy bun look triple the fitness in a few mins Talking to the Moon - Bruno Mars Hárgreiðslur sem geta umbreytt andlitinu Að lokum skulum við sjá hvernig nota má hárið til þess að lyfta andlitinu og ýta undir beinabygginguna. Hér sýnir Appleton þrjár mismunandi leiðir til þess. Fyrst sýnir hann hve miklu máli það getur skipt í hvaða átt maður krullar lokkana sem liggja næst andlitinu. Það að krulla í áttina frá andlitinu dregur athyglina að kinnbeinunum og lætur andlitið virka grennra, á meðan það að krulla í áttina að andlitinu lætur andlitið virðast hringlóttara og getur látið okkur líta út fyrir að vera eldri. Því næst bendir Appleton á að sú skipting sem við veljum okkur geti skipt heilmiklu máli. Hann ráðleggur fólki að losa sig við hliðarskiptinguna og skipta hárinu frekar í miðju. Hann segir miðjuskiptinguna undirstrika kinnbeinin og jafnvel gera okkur unglegri. Þriðja og síðasta ráð Appleton er að greiða hárið vel upp þegar við setjum í okkur tagl í stað þess að toga hárið beint aftur á bak. „Við viljum toga kinnbeinin upp og staðsetja taglið hátt uppi til þess að lyfta andlitinu,“ segir hann. @chrisappletonhair 3 EASY ways to make your face look more snatched ##hairtutorialsvideo original sound - Chrisappleton1
Hár og förðun Hollywood TikTok Tengdar fréttir Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. 26. janúar 2023 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. 26. janúar 2023 13:30