Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að þyrlan sé nú komin á leiðarenda. Hann kveðst ekki hafa nánari upplýsingar um líðan mannsins.
„En tilkynningin sem okkur barst var með þeim hætti að þetta væri alvarlegt slys,“ segir hann.
Þyrlan lenti fyrir skömmu á Landspítalanum í Fossvogi.