Innlent

Slasaðist á Úlfars­felli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fjallgöngumaðurinn slasaðist ekki alvarlega.
Fjallgöngumaðurinn slasaðist ekki alvarlega. Guðmundur Örn Magnússon

Fjallgöngumaður slasaðist á ökkla á Úlfarsfelli í dag. Björgunarsveitin kom sjúkraflutningamönnum til aðstoðar.

Vaktmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að meiðslin hafi ekki verið alvarleg.

„Það var aðili sem slasaðist á ökkla og gat ekki gengið, klárað göngutúrinn þannig að við þurftum að fara á sexhjóli og sækja hann.“

Göngumaðurinn gat ekki gengið niður vegna meiðslanna.Guðmundur Örn Magnússon

Björgunarsveitir hafi þess vegna verið fengnar til aðstoðar, enda slasaðist göngumaðurinn nokkuð uppi í fjalli. 

Gott veður hefur verið í dag en klaki og því reglulega erfitt yfirferðar. Þyrla landhelgisgæslunnar hefur þrívegis verið kölluð út í dag, sem telst óvenjumikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×