Segir íslenska háskóla skrapa botninn Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 12:09 Áslaug segir íslenska háskóla hafa dregist verulega aftur úr. Vísir/Arnar Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira