Aðhald í þágu almennings Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. mars 2023 14:30 Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun