Það skiptir máli hver stjórnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2023 15:01 Með þessu slagorði sannfærði Vinstrihreyfingin - grænt framboð kjósendur sína um það að í því fælist ábyrgðarhlutverk að velja flokkinn til forystu. Aðeins þau gætu tryggt farsæld og velferð, hreint loft og græn tún. En eina dauðaþögnin er þögn forsætisráðherra, sem virðist láta sér það í léttu rúmi liggja þó ráðherrar í ríkisstjórn hennar taki geðþóttaákvarðanir með afdrifaríkar afleiðingar án samráðs við nokkurn mann. Rafmagnað andrúmsloft í ríkisstjórnarherberginu? Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, gerðist sekur um fordæmalausa vopnvæðingu lögreglunnar þegar hann gaf henni heimild til þess að vopnast rafbyssum án nokkurs samráðs við þjóð, þing eða þá einu sinni ríkisstjórnina. Málið kom flatt upp á forsætisráðherra sem lýsti því í kjölfarið að „fyrirvarar“ hefðu verið gerðir við málið í ríkisstjórn, jafnvel þótt reglugerðin hefði þá þegar verið undirrituð að ríkisstjórninni fornspurðri. Hér áður fyrr þýddu slíkir fyrirvarar að viðkomandi flokkur teldi sig ekki skuldbundinn til þess að greiða málinu leið í gegnum þingið, en til hvers var þessi fyrirvari Katrínar? Málið kom aldrei til meðferðar í þinginu og enginn í ríkisstjórninni gerði neitt til þess að stoppa það. Við skulum hafa á hreinu að hér er um að ræða vopn sem sýnt hefur verið fram á að getur valdið miklum skaða og jafnvel dauðsföllum, og er fólk með undirliggjandi sjúkdóma, fíknivanda eða geðsjúkdóma í sérstakri áhættu. Hingað til hefur lögregla á Íslandi verið óvopnuð í daglegum störfum sínum. Við ættum því öll að geta verið sammála um að í þessari reglugerð felist meiri háttar breyting á vinnubrögðum og valdbeitingarheimildum lögreglunnar. Í löndunum sem við berum okkur saman við hafa rafbyssur verið teknar upp sem vægara úrræði en að lögreglumenn beri á sér hefðbundnar byssur. Hér á landi hefur lögregla, sem fyrr segir, ekki borið skotvopn og gilda strangar reglur um beitingu þeirra skotvopna sem tiltæk eru. Ef breytingin snerist um það að skipta skotvopnum út fyrir rafbyssur gætum við hugsanlega talað um einhverskonar meðalhófsráðstöfun, en það er ekki tilfellið. Því er óneitanlega um stigmögnun valdbeitingarheimildaað ræða, hreina umbyltingu á því hvernig lögreglan á Íslandi starfar og samskiptum hennar við almenna borgara. Nauðsyn breytinganna rökstyður ráðherra síðan með staðhæfingum um aukna slysatíðni á meðal lögreglumanna, sem síðar kom í ljós að voru staðlausar. Forsætisráðherra segir að málið feli í sér „[töluverða breytingu] sem sé eðlilegt að ræða á vettvangi þingsins og á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ en dómsmálaráðherra hefur aftur á móti haldið því fram að honum þyki þetta ekkert mikilvægt mál og að ekki sé um stórkostlega breytingu að ræða – og að enn fremur hafi honum ekki þótt tilefni til þess að ræða þetta mál við ríkisstjórnina áður en ákvörðun var tekin. Því er deginum ljósara að alvarlegs innra ósamræmis gætir í ríkisstjórninni: forsætisráðherra viðurkennir að málið sé stórt og það þurfi að ræða en dómsmálaráðherra telur að breytingin sé smámál sem óþarft sé að gaumgæfa nánar og áfram gakk, þar við sitji. Lærdómurinn sem líklegt er að þjóðin dragi af málinu er sá að þessi ríkisstjórn, sem átti að „spanna hið pólitíska litróf,“ sé ekki aðeins fullkomlega sofandi á verðinum gagnvart því sem bjátar á í samfélaginu heldur óstarfhæf af innri togstreitu. Dómsmálaráðherra réttlætir samráðsleysið með rangfærslum Með samráðsleysinu virðir dómsmálaráðherra lýðræðislega ferla að vettugi. Ferla sem eru ekkert endilega ætlaðir til þess að ná einhverri pólitískri sátt um málin—því það er ekkert alltaf hægt—heldur fyrst og fremst til þess að tryggja fagmennsku og vel ígrundaða og vandaða löggjöf. Þannig er hægt að koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanireinstakra ráðherra. Það ætti öllum að vera ljóst að óásættanlegt sé að einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar réttlæti svo afdrifaríka valdbeitingaraukningu með ósannindum eftir að hafa tekið geðþóttaákvörðun um setningu reglugerðarinnar án samráðs við þing eða þjóð, og án þess að bera málið einu sinni upp við sína eigin ríkisstjórn! Til hvers er ríkisstjórnarsamstarfið þá eiginlega? Engan ætti því að undra að umboðsmaður Alþingis hafi talið ástæðu til að árétta skyldurráðherra samkvæmt stjórnarskránni, auk þess að minna forsætisráðherra á verkstjórnar- og samhæfingarhlutverk hennar, ekki síst í ljósi afstöðu hennar til málsins. Láti ráðherra það farast fyrir að virða skyldur sínar til samráðs „feli það ekki eingöngu í sér brot á formreglu heldur stuðli slík háttsemi að því að það pólitíska samráð, sem lög og stjórnarskrá mæli fyrir um að fram skuli fara á vettvangi ríkisstjórnar, sé sniðgengið.“ Í því ljósi er í senn hryggilegt og alvarlegt að horfa upp á samráðherra dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni, og þá ekki síst forsætisráðherra, láta þetta með öllu óátalið. Þar virðist ríkja algjört samkomulag um að hvert og eitt megi gera það sem þeim sýnist og að það eina sem skipti máli sé að halda ríkisstjórninni gangandi. En þannig virkar ekki okkar stjórnskipan. Um það vitnar 17. gr. stjórnarskrárinnar, sem Umboðsmaður vísar til í bréfi sínu til forsætisráðherra. Vegna ábyrgðar- og aðgerðaleysis forsætisráðherra sitjum við því uppi með dómsmálaráðherra sem skeytir litlu eða enguum lög og reglur—jafnvel þær sem standa í stjórnarskrá—afstöðu almennings eða Alþingis, og jafnvel um valdmörk sín gagnvart þinginu, og veður bara áfram af virðingarleysi við þing og þjóð. Við hljótum öll að þurfa að spyrja okkur mikilvægra spurninga í kjölfar þessarar vægast sagt furðulegu atburðarásar – og þá er grundvallarspurningin: Hver er það sem raunverulega stjórnar? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Með þessu slagorði sannfærði Vinstrihreyfingin - grænt framboð kjósendur sína um það að í því fælist ábyrgðarhlutverk að velja flokkinn til forystu. Aðeins þau gætu tryggt farsæld og velferð, hreint loft og græn tún. En eina dauðaþögnin er þögn forsætisráðherra, sem virðist láta sér það í léttu rúmi liggja þó ráðherrar í ríkisstjórn hennar taki geðþóttaákvarðanir með afdrifaríkar afleiðingar án samráðs við nokkurn mann. Rafmagnað andrúmsloft í ríkisstjórnarherberginu? Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, gerðist sekur um fordæmalausa vopnvæðingu lögreglunnar þegar hann gaf henni heimild til þess að vopnast rafbyssum án nokkurs samráðs við þjóð, þing eða þá einu sinni ríkisstjórnina. Málið kom flatt upp á forsætisráðherra sem lýsti því í kjölfarið að „fyrirvarar“ hefðu verið gerðir við málið í ríkisstjórn, jafnvel þótt reglugerðin hefði þá þegar verið undirrituð að ríkisstjórninni fornspurðri. Hér áður fyrr þýddu slíkir fyrirvarar að viðkomandi flokkur teldi sig ekki skuldbundinn til þess að greiða málinu leið í gegnum þingið, en til hvers var þessi fyrirvari Katrínar? Málið kom aldrei til meðferðar í þinginu og enginn í ríkisstjórninni gerði neitt til þess að stoppa það. Við skulum hafa á hreinu að hér er um að ræða vopn sem sýnt hefur verið fram á að getur valdið miklum skaða og jafnvel dauðsföllum, og er fólk með undirliggjandi sjúkdóma, fíknivanda eða geðsjúkdóma í sérstakri áhættu. Hingað til hefur lögregla á Íslandi verið óvopnuð í daglegum störfum sínum. Við ættum því öll að geta verið sammála um að í þessari reglugerð felist meiri háttar breyting á vinnubrögðum og valdbeitingarheimildum lögreglunnar. Í löndunum sem við berum okkur saman við hafa rafbyssur verið teknar upp sem vægara úrræði en að lögreglumenn beri á sér hefðbundnar byssur. Hér á landi hefur lögregla, sem fyrr segir, ekki borið skotvopn og gilda strangar reglur um beitingu þeirra skotvopna sem tiltæk eru. Ef breytingin snerist um það að skipta skotvopnum út fyrir rafbyssur gætum við hugsanlega talað um einhverskonar meðalhófsráðstöfun, en það er ekki tilfellið. Því er óneitanlega um stigmögnun valdbeitingarheimildaað ræða, hreina umbyltingu á því hvernig lögreglan á Íslandi starfar og samskiptum hennar við almenna borgara. Nauðsyn breytinganna rökstyður ráðherra síðan með staðhæfingum um aukna slysatíðni á meðal lögreglumanna, sem síðar kom í ljós að voru staðlausar. Forsætisráðherra segir að málið feli í sér „[töluverða breytingu] sem sé eðlilegt að ræða á vettvangi þingsins og á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ en dómsmálaráðherra hefur aftur á móti haldið því fram að honum þyki þetta ekkert mikilvægt mál og að ekki sé um stórkostlega breytingu að ræða – og að enn fremur hafi honum ekki þótt tilefni til þess að ræða þetta mál við ríkisstjórnina áður en ákvörðun var tekin. Því er deginum ljósara að alvarlegs innra ósamræmis gætir í ríkisstjórninni: forsætisráðherra viðurkennir að málið sé stórt og það þurfi að ræða en dómsmálaráðherra telur að breytingin sé smámál sem óþarft sé að gaumgæfa nánar og áfram gakk, þar við sitji. Lærdómurinn sem líklegt er að þjóðin dragi af málinu er sá að þessi ríkisstjórn, sem átti að „spanna hið pólitíska litróf,“ sé ekki aðeins fullkomlega sofandi á verðinum gagnvart því sem bjátar á í samfélaginu heldur óstarfhæf af innri togstreitu. Dómsmálaráðherra réttlætir samráðsleysið með rangfærslum Með samráðsleysinu virðir dómsmálaráðherra lýðræðislega ferla að vettugi. Ferla sem eru ekkert endilega ætlaðir til þess að ná einhverri pólitískri sátt um málin—því það er ekkert alltaf hægt—heldur fyrst og fremst til þess að tryggja fagmennsku og vel ígrundaða og vandaða löggjöf. Þannig er hægt að koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanireinstakra ráðherra. Það ætti öllum að vera ljóst að óásættanlegt sé að einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar réttlæti svo afdrifaríka valdbeitingaraukningu með ósannindum eftir að hafa tekið geðþóttaákvörðun um setningu reglugerðarinnar án samráðs við þing eða þjóð, og án þess að bera málið einu sinni upp við sína eigin ríkisstjórn! Til hvers er ríkisstjórnarsamstarfið þá eiginlega? Engan ætti því að undra að umboðsmaður Alþingis hafi talið ástæðu til að árétta skyldurráðherra samkvæmt stjórnarskránni, auk þess að minna forsætisráðherra á verkstjórnar- og samhæfingarhlutverk hennar, ekki síst í ljósi afstöðu hennar til málsins. Láti ráðherra það farast fyrir að virða skyldur sínar til samráðs „feli það ekki eingöngu í sér brot á formreglu heldur stuðli slík háttsemi að því að það pólitíska samráð, sem lög og stjórnarskrá mæli fyrir um að fram skuli fara á vettvangi ríkisstjórnar, sé sniðgengið.“ Í því ljósi er í senn hryggilegt og alvarlegt að horfa upp á samráðherra dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni, og þá ekki síst forsætisráðherra, láta þetta með öllu óátalið. Þar virðist ríkja algjört samkomulag um að hvert og eitt megi gera það sem þeim sýnist og að það eina sem skipti máli sé að halda ríkisstjórninni gangandi. En þannig virkar ekki okkar stjórnskipan. Um það vitnar 17. gr. stjórnarskrárinnar, sem Umboðsmaður vísar til í bréfi sínu til forsætisráðherra. Vegna ábyrgðar- og aðgerðaleysis forsætisráðherra sitjum við því uppi með dómsmálaráðherra sem skeytir litlu eða enguum lög og reglur—jafnvel þær sem standa í stjórnarskrá—afstöðu almennings eða Alþingis, og jafnvel um valdmörk sín gagnvart þinginu, og veður bara áfram af virðingarleysi við þing og þjóð. Við hljótum öll að þurfa að spyrja okkur mikilvægra spurninga í kjölfar þessarar vægast sagt furðulegu atburðarásar – og þá er grundvallarspurningin: Hver er það sem raunverulega stjórnar? Höfundur er þingmaður Pírata.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun