Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. mars 2023 19:01 Anna Sigríður Pálsdóttir er yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar. egill aðalsteinsson Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira