Samgöngustarfsmenn í allsherjarverkfall vegna verðbólgunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 08:40 Gera má ráð fyrir verulegum samgöngutruflunum í Þýskalandi í dag. AP/Michael Probst Þjóðverjar búa sig undir verulegar raskanir á samgöngum í dag þegar starfsmenn almenningssamgangna leggja niður störf í 24 klukkustundir til að krefjast hærri launa vegna hækkandi verðbólgu. „Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi. Þýskaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
„Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi.
Þýskaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira