Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 10:40 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin spáir því að á árunum 2015 til 2050 muni fólki 60 ára og eldri fjölga úr 12 prósentum í 22 prósent jarðarbúa. Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið. Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Mannfjöldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Mannfjöldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira