Hamarshöllin – áfram gakk Sandra Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2023 15:31 Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun