Óli Stef útilokar ekki Valssigur gegn Göppingen: „Getur allt gerst“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 18:43 Ólafur Stefánsson er mættur til Göppingen. Vísir/Stöð 2 Sport Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni, er mættur til Göppingen og verður á meðal áhorfenda er uppeldisfélag hans Valur mætir Göppingen í Evrópudeild karla í kvöld. Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45