Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að búið sé að opna báða vegina. Athygli er þó vakin á því að þrengingar eru á veginum í Norðfjarðargöngum og eru vegfarendur því beðnir um að aka með gát.
Veginum milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar hefur hins vegar verið lokað aftur en vegurinn var opnaður fyrr í dag. Umferð gekk hins vegar ekki í kjölfarið. Staðan á þeim vegi verður metin aftur í kvöld.