Sviss trónir á toppi listans en þar spilar inn í pólitískur stöðugleiki, gott heilbrigðiskerfi og lág tíðni ofbeldisbrota. Þá er tíðni umferðarslysa áberandi lág þar í landi eða 3.3 banaslys á hverja 100 þúsund íbúa.
Ísland er í öðru sæti en þar á eftir koma Noregur, Portúgal, Slóvenía, Finnland, Nýja Sjáland, Danmörk, Singapúr og Austurríki.
Tæland, Indland, Víetnam, Túnis, Sri Lanka og Cape Verde eru fyrir miðju á listanum. Fram kemur að í þessum löndum sé manndrápstíðni tiltölulega lág en á móti kemur mun hærri tíðni umferðarslysa.
Brasilía, Suður Afríka, Fillipseyjar og Mexíkó verma neðstu sætin á listanum en í öllum þessum löndum er manndrápstíðni há. Jamaíka er neðst á listanum en þar er manndrápstíðni rúmlega 60 sinnum hærri en í Sviss.
Ísland er jafnframt öruggasti áfangastaðurinn fyrir konur á meðan Egyptaland er talið hættulegasti staðurinn.