Fær kona brottvísun fyrir það sem karlaþjálfarar komast upp með? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:01 Kristín Guðmundsdóttir hefur stýrt HK-liðinu í síðustu leikjum. Hér ræðir hún við Halldór Harra Kristjánsson. Vísir/Hulda Margrét Seinni bylgjan skoðaði atvik í leik Vals og HK í Olís deild kvenna á dögunum þar sem kvennaþjálfari var sannfærð um að fá að komast upp með minna en kollegar sínir af karlkyni. „Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira