Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 90 - 64 | Innsigluðu deildarmeistaratitilinn með þægilegum sigri Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. mars 2023 20:55 Keflavík vann sannfærandi sigur í kvöld. vísir/vilhelm Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik. Heimakonur höfðu tryggt sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og var því fagnað með viðhafnarkynningu á liðinu. Hún virðist hafa setið í Keflavíkurliðinu og það fór ansi hægt af stað í fyrsta leikhluta. Keflavík missti boltann ítrekað fyrstu mínúturnar og það bólaði ekki á hinum ákafa varnarleik sem einkennt hefur liðið í vetur. Gestirnir í Fjölni leiddu 3-10 eftir tæpar þrjár mínútur og tóku Keflvíkingar þá leikhlé. Eftir það vöknuðu heimakonur til lífsins og komust 20-12 yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. Gestirnir náðu þó að enda hann á tveimur þriggja stiga körfum og þegar leikhlutinn var á enda leiddi Keflavík 20-18. Í öðrum leikhluta héldu Keflvíkingar forystunni framan af en um hann miðjan komust gestirnir aftur yfir. Heimaliðið tók þá leikhlé og eins og í fyrsta leikhluta virtist það ýta við Keflvíkingum. Þær tóku forystuna aftur og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 46-41. Í þriðja leikhluta mættu Keflvíkingar mun beittari leiks og náðu loks að setja sína frægu vörn í gang. Sóknarleikur heimakvenna varð skarpari, þær hittu betur en í fyrri hálfleik og náðu með bættum varnarleik að þvinga skotnýtingu Fjölnis niður á við. Gestirnir misstu boltann jafn oft í þriðja leikhluta og í öllum fyrri hálfleik og það skilaði Keflavík fleiri stigum. Í lok þriðja leikhluta var staðan 77-51 Keflavík í vil og leikurinn í raun búin. Fjórði leikhluti var formsatriði og Keflvíkingar skiptu öllu byrjunarliði sínu út af. Varamennirnir náðu að halda leiknum í sama stigamun en það var lítið skorað hjá báðum liðum og lokaúrslitin 90-64 fyrir Keflavík. Þægilegur endir fyrir deildarmeistarana í lokaleik þeirra í deildarkeppninni. Stelpurnar okkar deildarmeistarar 2022/2023 #subwaydeildin #körfubolti pic.twitter.com/WIMbR6imYk— Keflavík Karfan (@KeflavikKarfa) March 29, 2023 Af hverju vann Keflavík? Með fullri virðingu fyrir Fjölni þá er Keflavík einfaldlega betra lið. Fjölnir er þó ekki það mikið verra lið að Keflavík þurfi ekki að hafa neitt fyrir því að vinna þær en þegar heimakonur beittu sér af fullum krafti var ekki að spyrja að leikslokum. Keflavík hitti betur, spilaði öflugri vörn og sýndi nægilegan mikin kraft til að vinna nokkuð þægilegan sigur. Heimakonur þurfa hins vegar að mæta fyrr til leiks í þeim leikjum sem framundan eru gegn sterkari andstæðingum. Hverjar stóðu upp úr? Birna Valgerður Benónýsdóttir og Daniela Morillo stóðu einna helst upp úr hjá Keflavík. Birna var stigahæst Keflvíkinga með nítján stig auk þess að taka níu fráköst. Morillo setti átján stig, tók átta fráköst og sendi níu stoðsendingar. Urté Slavickaite, leikmaður Fjölnis, var stigahæst allra á vellinum með tuttugu stig. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur gekk bölvanlega hjá Fjölni. Gestirnir héngu vel í heimakonum í fyrri hálfleik en síðan hrundi allt og aðeins bættust 23 stig í sarpinn. Þetta er sams konar mynstur og sást í síðasta leik liðanna. Ef Fjölnir ætlar að komast ofar á næstu leiktíð verður liðið að halda út heilan leik á móti toppliðunum. Hvað gerist næst? Deildarkeppninni er lokið og úrslitakeppnin er framundan. Fjölnir komst ekki í úrslitakeppnina og hefur því lokið leik á yfirstandandi leiktíð og því fátt annað fram undan en undirbúningur fyrir þá næstu. Keflavík tók á móti deildarmeistarabikarnum eftir þessa viðureign og hefja leik í úrslitakeppninni 3. apríl. Þá hefst einvígi við Njarðvík og mun það lið sem verður fyrri til að vinna þrjá leiki mæta annaðhvort Haukum eða Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem Keflavík náði betri árangri í deildarkeppninni en Njarðvík hefst einvígið á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. „Það er gott uppbyggingarstarf í gangi“ Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var sæmilega brött en fáorð eftir ósigurinn, í viðtali við fréttamann Vísis.Vísir/Hulda Margrét „Það var of langur dapur kafli hjá okkur í seinni hálfleik. Þær eru að reyna að halda góðu tempói fyrir úrslitakeppnina og þá getum við ekki átt svona lélegt tempó í einhvern tíma.“ Fjölnir hefur lokið keppni á þessari leiktíð. Kristín var ekki tilbúin að svara því hvað hún hefði mögulega viljað gera öðruvísi við þjálfun Fjölnisliðsins. „Ég held að það eigi bara heima hjá mér.“ Þegar horft er til næstu leiktíðar og möguleika Fjölnis á að komast nær toppliðunum þá var Kristjana ekki á því að lausnin væri að nýta nýlegar reglubreytingar Körfuknattleikssambandsins og fjölga erlendum leikmönnum í liðinu. „Við eigum ekki að fjölga erlendum leikmönnum til að vinna einhverja titla. Við eigum að horfa til framtíðar. Sum lið þurfa á því að halda. Félagið er í Reykjavík og við eigum að geta sótt leikmenn ef við þurfum á því að halda. Það er gott uppbyggingarstarf í gangi. Við erum með tvær sextán ára og tvær sautján ára sem eru að spila í kvöld. Við erum með miklu yngra lið en allir hinir. Þetta vinnst á hjartanu og hjartað kemur ekki frá útlendingum,“ sagði Kristjana að lokum. „Ég er ótrúlega stolt af okkur“ Birna Valgerður Benónýsdóttir, stigahæsti leikmaður Keflvíkinga í kvöld, var brosmild, í viðtali við Vísi, að leik loknum.Vísir/Vilhelm „Það er erfitt að koma inn í leik sem maður veit í undirmeðvitundinni að skiptir í rauninni ekki máli. Mér fannst þetta bara flott hjá okkur. Við vorum lengi af stað en það var flott hvernig við komum inn í leikinn og kláruðum þetta.“ Birna tók heilshugar undir með Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara liðsins, að deildarmeistaratitillinn skipti máli. „Þetta er afrek fyrir okkur. Við erum búnar að vinna flesta leiki í vetur og standa okkur. Ég er ótrúlega stolt af okkur fyrir að hafa haldið þetta út og unnið þennan titill.“ Birna var full tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina og viðureignina gegn Njarðvík. „Ég er bara spennt fyrir þessu. Þetta er allt önnur keppni og við þurfum að mæta með hausinn í lagi og tilbúnar að kýla af stað strax frá byrjun.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir
Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik. Heimakonur höfðu tryggt sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og var því fagnað með viðhafnarkynningu á liðinu. Hún virðist hafa setið í Keflavíkurliðinu og það fór ansi hægt af stað í fyrsta leikhluta. Keflavík missti boltann ítrekað fyrstu mínúturnar og það bólaði ekki á hinum ákafa varnarleik sem einkennt hefur liðið í vetur. Gestirnir í Fjölni leiddu 3-10 eftir tæpar þrjár mínútur og tóku Keflvíkingar þá leikhlé. Eftir það vöknuðu heimakonur til lífsins og komust 20-12 yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. Gestirnir náðu þó að enda hann á tveimur þriggja stiga körfum og þegar leikhlutinn var á enda leiddi Keflavík 20-18. Í öðrum leikhluta héldu Keflvíkingar forystunni framan af en um hann miðjan komust gestirnir aftur yfir. Heimaliðið tók þá leikhlé og eins og í fyrsta leikhluta virtist það ýta við Keflvíkingum. Þær tóku forystuna aftur og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 46-41. Í þriðja leikhluta mættu Keflvíkingar mun beittari leiks og náðu loks að setja sína frægu vörn í gang. Sóknarleikur heimakvenna varð skarpari, þær hittu betur en í fyrri hálfleik og náðu með bættum varnarleik að þvinga skotnýtingu Fjölnis niður á við. Gestirnir misstu boltann jafn oft í þriðja leikhluta og í öllum fyrri hálfleik og það skilaði Keflavík fleiri stigum. Í lok þriðja leikhluta var staðan 77-51 Keflavík í vil og leikurinn í raun búin. Fjórði leikhluti var formsatriði og Keflvíkingar skiptu öllu byrjunarliði sínu út af. Varamennirnir náðu að halda leiknum í sama stigamun en það var lítið skorað hjá báðum liðum og lokaúrslitin 90-64 fyrir Keflavík. Þægilegur endir fyrir deildarmeistarana í lokaleik þeirra í deildarkeppninni. Stelpurnar okkar deildarmeistarar 2022/2023 #subwaydeildin #körfubolti pic.twitter.com/WIMbR6imYk— Keflavík Karfan (@KeflavikKarfa) March 29, 2023 Af hverju vann Keflavík? Með fullri virðingu fyrir Fjölni þá er Keflavík einfaldlega betra lið. Fjölnir er þó ekki það mikið verra lið að Keflavík þurfi ekki að hafa neitt fyrir því að vinna þær en þegar heimakonur beittu sér af fullum krafti var ekki að spyrja að leikslokum. Keflavík hitti betur, spilaði öflugri vörn og sýndi nægilegan mikin kraft til að vinna nokkuð þægilegan sigur. Heimakonur þurfa hins vegar að mæta fyrr til leiks í þeim leikjum sem framundan eru gegn sterkari andstæðingum. Hverjar stóðu upp úr? Birna Valgerður Benónýsdóttir og Daniela Morillo stóðu einna helst upp úr hjá Keflavík. Birna var stigahæst Keflvíkinga með nítján stig auk þess að taka níu fráköst. Morillo setti átján stig, tók átta fráköst og sendi níu stoðsendingar. Urté Slavickaite, leikmaður Fjölnis, var stigahæst allra á vellinum með tuttugu stig. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur gekk bölvanlega hjá Fjölni. Gestirnir héngu vel í heimakonum í fyrri hálfleik en síðan hrundi allt og aðeins bættust 23 stig í sarpinn. Þetta er sams konar mynstur og sást í síðasta leik liðanna. Ef Fjölnir ætlar að komast ofar á næstu leiktíð verður liðið að halda út heilan leik á móti toppliðunum. Hvað gerist næst? Deildarkeppninni er lokið og úrslitakeppnin er framundan. Fjölnir komst ekki í úrslitakeppnina og hefur því lokið leik á yfirstandandi leiktíð og því fátt annað fram undan en undirbúningur fyrir þá næstu. Keflavík tók á móti deildarmeistarabikarnum eftir þessa viðureign og hefja leik í úrslitakeppninni 3. apríl. Þá hefst einvígi við Njarðvík og mun það lið sem verður fyrri til að vinna þrjá leiki mæta annaðhvort Haukum eða Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem Keflavík náði betri árangri í deildarkeppninni en Njarðvík hefst einvígið á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. „Það er gott uppbyggingarstarf í gangi“ Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var sæmilega brött en fáorð eftir ósigurinn, í viðtali við fréttamann Vísis.Vísir/Hulda Margrét „Það var of langur dapur kafli hjá okkur í seinni hálfleik. Þær eru að reyna að halda góðu tempói fyrir úrslitakeppnina og þá getum við ekki átt svona lélegt tempó í einhvern tíma.“ Fjölnir hefur lokið keppni á þessari leiktíð. Kristín var ekki tilbúin að svara því hvað hún hefði mögulega viljað gera öðruvísi við þjálfun Fjölnisliðsins. „Ég held að það eigi bara heima hjá mér.“ Þegar horft er til næstu leiktíðar og möguleika Fjölnis á að komast nær toppliðunum þá var Kristjana ekki á því að lausnin væri að nýta nýlegar reglubreytingar Körfuknattleikssambandsins og fjölga erlendum leikmönnum í liðinu. „Við eigum ekki að fjölga erlendum leikmönnum til að vinna einhverja titla. Við eigum að horfa til framtíðar. Sum lið þurfa á því að halda. Félagið er í Reykjavík og við eigum að geta sótt leikmenn ef við þurfum á því að halda. Það er gott uppbyggingarstarf í gangi. Við erum með tvær sextán ára og tvær sautján ára sem eru að spila í kvöld. Við erum með miklu yngra lið en allir hinir. Þetta vinnst á hjartanu og hjartað kemur ekki frá útlendingum,“ sagði Kristjana að lokum. „Ég er ótrúlega stolt af okkur“ Birna Valgerður Benónýsdóttir, stigahæsti leikmaður Keflvíkinga í kvöld, var brosmild, í viðtali við Vísi, að leik loknum.Vísir/Vilhelm „Það er erfitt að koma inn í leik sem maður veit í undirmeðvitundinni að skiptir í rauninni ekki máli. Mér fannst þetta bara flott hjá okkur. Við vorum lengi af stað en það var flott hvernig við komum inn í leikinn og kláruðum þetta.“ Birna tók heilshugar undir með Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara liðsins, að deildarmeistaratitillinn skipti máli. „Þetta er afrek fyrir okkur. Við erum búnar að vinna flesta leiki í vetur og standa okkur. Ég er ótrúlega stolt af okkur fyrir að hafa haldið þetta út og unnið þennan titill.“ Birna var full tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina og viðureignina gegn Njarðvík. „Ég er bara spennt fyrir þessu. Þetta er allt önnur keppni og við þurfum að mæta með hausinn í lagi og tilbúnar að kýla af stað strax frá byrjun.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti