Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 21:36 Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“ Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“
Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira