Körfubolti

Slæmt gengi Valencia í Evrópu heldur á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson er enn að komast í sitt gamla form eftir krossbandsslit.
Martin Hermannsson er enn að komast í sitt gamla form eftir krossbandsslit. Borja B. Hojas/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia virðast ekki vera á leið í úrslitakeppni EuroLeague ef marka má undanfarna leiki. Í kvöld tapaði liðið með 19 stiga mun gegn Rauðu stjörnunni, lokatölur 92-73.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti en misstu svo flugið og voru fimm stigum undir í hálfleik. Munurinn var aðeins sjö stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en sá var einfaldlega skelfilegur hjá Valencia. Liðið skoraði aðeins 11 stig og endaði á að tapa sannfærandi, 92-73 lokatölur heimamönnum í vi.

Martin Hermannsson spilaði rétt rúmar níu mínútur í liði Valencia og skoraði 2 stig.

Valencia er sem stendur í 13. sæti EuroLeague með 14 sigra og 17 töp að loknum 31 leik. Alls eru 18 lið í deildinni og efstu 8 fara í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×