Finnst þetta vera vanmetinn titill Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. mars 2023 22:30 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira