Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 09:00 Félög eru að reyna að hoppa upp um sæti í töflunni en bæði Njarðvík og KR eru hins vegar föst í sínum sætum. Vísir/Hulda Margrét Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum