Innlent

Vegir víða ó­færir eða lokaðir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Færðin klukkan 7 í morgun.
Færðin klukkan 7 í morgun. Vegagerðin

Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn.

Um Austurland segir að verðuspáin sé slæm og helstu vegir verði á óvissustigi í dag. Hálka eða krapi er á þeim leiðum sem hafa verið athugaðar.

Lokað er á Fjarðarheiði og Fagradal og ófært um Vatnsskarð eystra. Þá er vegurinn milli Fáskrúððsfjarðar og Hafnar lokaður vegna hættu á skriðuföllum. Í Norðfirði er vegurinn frá göngunum og til Neskaupstaðar lokaður.

Á Norðausturlandi er þæfingur á Mývatnsöræfum og ófært á Hólaheiði og Hólasandi en verið að kanna ástand vega. Vegurinn um Möðrudalsöræfi verður á óvissustigi í dag. Lokað er um Hófaskarð og þæfingur og skafrenningur á veginum um Mývatnsöræfi. Sá vegur er einnig á óvissustigi.

Í samráði við almannavarnir hefur þjóðvegi 1 frá Höfn og austur að Fáskrúðsfirði verið lokað vegna hættu á skriðuföllum.

Á Norðurlandi er lokað um Víkurskarð og þæfingsfærð á Öxnadalsheiði. Aðrar leiðir eru í skoðun.

Þá er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum á Vestfjörðum en krapi á Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×