Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á nýársnótt Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stunguárás í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Annar tveggja manna sem hann átti í átökum við hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Fórnarlambs manndrápstilraunarinnar var sýknað af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar. Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar.
Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira