„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 11:31 Kristján Örn Kristjánsson fagnar marki gegn Brasilíu á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“ Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“
Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira