Umræða um tillögu fjögurra flokka í minnihlutanum hófst klukkan hálftíu og er búist við að hún standi yfir í um tvo tíma áður en að atkvæðagreiðslu kemur.
Einnig tökum við stöðuna á veðrinu á Austfjörðum en þar er búist við mikilli úrkomu þegar líður á daginn og jafnvel asahláku.
Að auki fáum við viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins við fjármálaáætlun sem kynnt var í gær og ræðum við barnamálaráðherra sem segir nauðsynlegt að líta á börn sem fjárfestingu til framtíðar.