Svona lítur úrslitakeppni Subway-deildarinnar út Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 06:31 Valsmenn eiga titil að verja. Vísir/Bára Deildarkeppni Subway-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Fyrir lokaumferðina var ýmislegt sem gat gerst, enda deildin mjög jöfn og til að mynda voru þrjú lið sem börðust um seinasta lausa sætið í úrslitakeppninni fram á seinustu stundu. Þá þurftu Keflvíkingar á sigri að halda gegn sjóðheitu liði Njarðvíkur til að tryggja sér þriðja sætið og Þór frá Þorlákshöfn gat stolið sjötta sæti deildarinnar af Grindvíkingum með sigri gegn Grindvíkingum á heimavelli. Nú er hins vegar ljóst hvaða átta lið eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar og hvaða lið mætast í umræddum átta liða úrslitum. Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals mæta liði Stjörnunnar sem rétt skreið inn í úrslitakeppnina með sigri gegn föllnum KR-ingum í gær, en sigur hins fallliðsins, ÍR, kom í veg fyrir það að Höttur tæki seinasta úrslitakeppnissætið af Stjörnumönnum. Njarðvík, sem hefur verið heitasta lið deildarinnar eftir áramót, mætir Grindavík og Haukar mæta næstheitasta liði deildarinnar eftir áramót, Þór Þorlákshöfn. Þá mætast Keflavík og Tindastóll einnig í líklega áhugaverðustu viðureign átta liða úrslitanna, en Keflvíkingar rétt misstu af þriðja sæti deildarinnar eftir naumt tap gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í gær. Átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit verða eins og síðustu ár öll leikin með sama sniði, það er að vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Hver sería getur því mest farið í fimm leiki. Liðið sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar mætir alltaf liðinu sem hafnaði í neðsta sæti deildarkeppninnar af þeim liðum sem eru eftir og svo koll af kolli. Viðureignir átta liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan. Átta liða úrslitin Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti) Subway-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Fyrir lokaumferðina var ýmislegt sem gat gerst, enda deildin mjög jöfn og til að mynda voru þrjú lið sem börðust um seinasta lausa sætið í úrslitakeppninni fram á seinustu stundu. Þá þurftu Keflvíkingar á sigri að halda gegn sjóðheitu liði Njarðvíkur til að tryggja sér þriðja sætið og Þór frá Þorlákshöfn gat stolið sjötta sæti deildarinnar af Grindvíkingum með sigri gegn Grindvíkingum á heimavelli. Nú er hins vegar ljóst hvaða átta lið eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar og hvaða lið mætast í umræddum átta liða úrslitum. Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals mæta liði Stjörnunnar sem rétt skreið inn í úrslitakeppnina með sigri gegn föllnum KR-ingum í gær, en sigur hins fallliðsins, ÍR, kom í veg fyrir það að Höttur tæki seinasta úrslitakeppnissætið af Stjörnumönnum. Njarðvík, sem hefur verið heitasta lið deildarinnar eftir áramót, mætir Grindavík og Haukar mæta næstheitasta liði deildarinnar eftir áramót, Þór Þorlákshöfn. Þá mætast Keflavík og Tindastóll einnig í líklega áhugaverðustu viðureign átta liða úrslitanna, en Keflvíkingar rétt misstu af þriðja sæti deildarinnar eftir naumt tap gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í gær. Átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit verða eins og síðustu ár öll leikin með sama sniði, það er að vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Hver sería getur því mest farið í fimm leiki. Liðið sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar mætir alltaf liðinu sem hafnaði í neðsta sæti deildarkeppninnar af þeim liðum sem eru eftir og svo koll af kolli. Viðureignir átta liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan. Átta liða úrslitin Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti)
Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti)
Subway-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira