Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum Eva Karen Þórðardóttir skrifar 31. mars 2023 07:31 Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun