Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 11:01 Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar