Segist enn vera sár yfir brottrekstrinum frá Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 07:00 Thomas Tuchel er enn sár yfir því að hafa verið rekinn frá Chelsea. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Thomas Tuchel, nýráðinn knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, segist enn vera sár yfir því að hafa verið látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea fyrr á tímabilinu. Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira