Innlent

Fleiri höfðu kvartað eftir fræðslu frá leið­beinandanum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skólabúðir Reykjaskóla í Hrútafirði. Búðirnar eru á vegum UMFÍ.
Skólabúðir Reykjaskóla í Hrútafirði. Búðirnar eru á vegum UMFÍ. Vísir/Vilhelm

Fleiri grunnskólar höfðu kvartað eftir kennslustund frá leiðbeinanda í Skólabúðunum á Reykjum. Starfsmenn frá grunnskólum sem heimsækja búðirnar þurfa ekki að vera í hverri einustu kennslustund með nemendum. Leiðbeinandinn hafði kennt börnum í skólanum hvernig þau ættu að vinna sér mein.

Fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu frá leiðbeinanda í Skólabúðunum á Reykjum. Í gær var greint frá því hér á Vísi að börnum í búðunum hafi verið kennt hvernig þau ættu að vinna sér mein og lýsti leiðbeinandi þar fyrir þeim hvernig tilfinning fylgdi því að deyja. 

Sú kennslustund fór fram í lok mars. Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, staðfestir í samtali við fréttastofu að skólinn hafi einnig gert athugasemdir við fræðslur frá umræddum leiðbeinanda þegar nemendur frá skólanum voru þar í október á síðasta ári. 

„Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað en við höfðum gert einhverjar athugasemdir. Meira er ekki um það að segja, það hefur farið í ferli og unnið hjá UMFÍ,“ segir Friðrik. 

Friðrik segir að það sé ekki skylda á námskeiðum í skólabúðunum að fulltrúi frá grunnskólunum sé viðstaddur. 

„Stundum þarf einhver að fylgja en það var ekki þannig í þetta skiptið,“ segir Friðrik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×