Annað sæti hlaut Erla Hlín Guðmundsdóttir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og í því þriðja lenti Viktoría Tómasdóttir frá Menntaskólanum í tónlist.
Sigurvegarinn var valinn með símakosningu þar sem atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Ófáar tónlistarstjörnurnar hafa brotist fram á sjónarsviðið í þessari sögufrægu keppni í gegnum tíðina en að þessu sinni var sýnt frá henni á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Horfa má á sigurflutninginn í spilaranum.
Húsband kvöldsins voru drengirnir úr Stuðlabandinu sem útfærðu öll lög með keppendum.
Andrea Jónsdóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) segir að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem hafi komið að skipulagningu keppninnar eigi mikið hrós skilið.
„Stjórn SÍF hefur lagt mikið í að keppnin haldi striki og að sú góða hefð að keppa í söng hverfi ekki úr íslensku menningalífi innan skólanna,“ er haft eftir háni í tilkynningu.
Hér má finna öll önnur framlög í keppninni í kvöld.
Keppnin í heild sinni
Fréttin hefur verið uppfærð.