Fótbolti

Slæmt tap hjá Kristianstad en Diljá skoraði fyrir Norrköping

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Mynd/Twitter Damallsvenskan

Kristianstad tapaði á útivelli fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Diljá Ýr Zomers fyrir Norrköping sem vann góðan útisigur á Kalmar.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarlið Kristianstad þegar liðið mætti hennar gamla félagi Piteå á útivelli í sænsku deildinni í dag. Kristianstad vann sigur á Kalmar í fyrstu umferðinni en hafði þar áður fallið úr leik í undanúrslitum sænska bikarsins eftir að hafa slegið út stórlið FC Rosengård og Linköping.

Leikurinn í dag var markalaus alveg þar til undir lokin. Anam Imao skoraði þá sigurmark Piteå og tryggði liðinu sætan sigur. Liðið gerði jafntefli við við meistara FC Rosengård í fyrstu umferðinni og er því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina.

Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad í dag og þá kom Amanda Andradóttir inn sem varamaður á 71. mínútu.

Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði IFK Norrköping sem vann 3-0 útisigur á Kalmar fyrr í dag. Diljá Ýr kom til liðsins frá Häcken fyrir skömmu en hún átti frábæran leik í dag, lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði það þriðja sjálf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×