Sport

Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin hefst, ítalski boltinn, Lögmál leiksins og Gametíví

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Njarðvíkingar sækja Keflvíkinga heim þegar úrslitakeppni Subway-deildar kvenna hefst í kvöld.
Njarðvíkingar sækja Keflvíkinga heim þegar úrslitakeppni Subway-deildar kvenna hefst í kvöld. Vísir/Snædís Bára

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á átta beinar útsendingar æur hinum ýmsu íþróttum í dag þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þar ber líklega hæst að nefna úrslitakeppnina í Subway-deild kvenna sem fer af stað í kvöld.

Stöð 2 Sport

Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna hefst á viðureign Hauka og Vals klukkan 18:05 áður en nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík eigast við klukkan 20:05. Keflavík tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum, en Njarðvíkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Klukkan 22:00 er Körfuboltakvöld svo á dagskrá þar sem leikjum kvöldsins verða gerð góð skil.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins er á sínum stað klukkan 20:00 þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sports ræða um allt sem tengist NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Ítalski boltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 3 þar sem Empoli tekur á móti Lecce klukkan 16:20 og Sassuolo fær Torino í heimsókn klukkan 18:35.

Stöð 2 eSport

Strákarnir í Gametíví verða á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×