Krufði stóra SMS málið: „Finnst hann fara algjörlega yfir strikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2023 07:00 Björgvin Páll Gústavsson fór algjörlega yfir strikið að mati Theodórs Inga Pálmasonar. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Handboltasérfræðingurinn Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins þar sem hann fór ítarlega yfir það sem hefur gengið á á milli Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar undanfarna daga. Fyrir þau sem ekki vita snýst málið um skilaboð sem Björgvin og Kristján sendu sín á milli. Kristján greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta áður en Björgvin steig fram og sagði að hann hafi sent skilaboðin. Kristján birti svo skilaboðin í vikunni og í kjöldarið ákvað Björgvin að birta öll samskiptin þeirra á milli. Í gær greindi Björgvin svo frá því að hann ætli sér ekki að gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni vegna málsins. Skilaboðin fyrir leik fóru yfir strikið Eins og áður segir fór Teddi Ponza yfir málið í síðasta þætti Handkastsins og hann segir að þó honum hafi þótt Björgvin vilja vel með skilaboðasendingunum, en að hann hafi klárlega farið yfir strikið í aðdraganda leiksins. „Mitt take? Hvar á ég að byrja?“ spurði Teddi áður en hann færði sig yfir í það að kryfja málið. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert allt saman og alltaf þegar maður þarf að fara að greina einhver persónuleg samskipti á milli manna þá er það nú bara þeim sjálfum að þakka að þetta sé komið á þann stað.“ „Fyrir mitt leyti eftir að hafa skoðað þetta þá held ég að Björgvini Páli hafi gengið gott til, eftir að hafa lesið samskiptin þeirra á milli og allt svoleiðis. En náttúrulega það sem skiptir máli eru skilaboðin sem hann sendir þarna daginn fyrir leik.“ „Fyrir mitt leyti skipta hin skilaboðin eiginlega ekki máli. Því að í þessum skilaboðum sem hann sendir daginn fyrir leik - sem hann sendir mótherja sínum daginn fyrir leik - finnst mér hann fara algjörlega yfir strikið.“ Björgvin unnið gott starf í málum andlegra veikinda en skilaboðin ófyrirgefanleg „Hann talar um að þetta sé vanvirðing við Mikkel Hansen og annað slíkt og þetta finnst mér bara fyrir neðan allar hellur. Sérstaklega í ljósi þess að Björgvin Páll er maður sem hefur unnið gott og göfugt starf í þessum málum og opnað á sín andlegu veikindi og örugglega hjálpað fleirum, bara pottþétt. Þess vegna kemur þetta manni svolítið á óvart og veldur manni vonbrigðum,“ sagði Teddi. „Björgvin Páll veit alveg að Kristján hefur verið að díla við alla þessa hluti. Kristján hefur opnað sig um það sjálfur þegar hann var hjá Fjölni. Og þegar hann var hjá ÍBV þá var hann að díla við eitthvað sambærilegt hefur maður heyrt og svo áfram í Frakklandi.“ „En fyrir mitt leyti á hann sér engar málsbætur fyrir þessi skilaboð. Og það sem mér finnst Björgvin Páll hafa mátt gera er að bara sýnia smá auðmýkt. Biðja hann afsökunar. Hann hefur beðið hann afsökunar á að hafa verið harðorður í þessum skilaboðum, en mér finnst það ekki ramma inn alvarleika þessara skilaboða í heild sinni,“ sagði Teddi, en umræðuna alla, og þáttinn í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Ræða Tedda um málið hefst eftir tæpar 48 mínútur. Handbolti Olís-deild karla Franski handboltinn Valur Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Fyrir þau sem ekki vita snýst málið um skilaboð sem Björgvin og Kristján sendu sín á milli. Kristján greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta áður en Björgvin steig fram og sagði að hann hafi sent skilaboðin. Kristján birti svo skilaboðin í vikunni og í kjöldarið ákvað Björgvin að birta öll samskiptin þeirra á milli. Í gær greindi Björgvin svo frá því að hann ætli sér ekki að gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni vegna málsins. Skilaboðin fyrir leik fóru yfir strikið Eins og áður segir fór Teddi Ponza yfir málið í síðasta þætti Handkastsins og hann segir að þó honum hafi þótt Björgvin vilja vel með skilaboðasendingunum, en að hann hafi klárlega farið yfir strikið í aðdraganda leiksins. „Mitt take? Hvar á ég að byrja?“ spurði Teddi áður en hann færði sig yfir í það að kryfja málið. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert allt saman og alltaf þegar maður þarf að fara að greina einhver persónuleg samskipti á milli manna þá er það nú bara þeim sjálfum að þakka að þetta sé komið á þann stað.“ „Fyrir mitt leyti eftir að hafa skoðað þetta þá held ég að Björgvini Páli hafi gengið gott til, eftir að hafa lesið samskiptin þeirra á milli og allt svoleiðis. En náttúrulega það sem skiptir máli eru skilaboðin sem hann sendir þarna daginn fyrir leik.“ „Fyrir mitt leyti skipta hin skilaboðin eiginlega ekki máli. Því að í þessum skilaboðum sem hann sendir daginn fyrir leik - sem hann sendir mótherja sínum daginn fyrir leik - finnst mér hann fara algjörlega yfir strikið.“ Björgvin unnið gott starf í málum andlegra veikinda en skilaboðin ófyrirgefanleg „Hann talar um að þetta sé vanvirðing við Mikkel Hansen og annað slíkt og þetta finnst mér bara fyrir neðan allar hellur. Sérstaklega í ljósi þess að Björgvin Páll er maður sem hefur unnið gott og göfugt starf í þessum málum og opnað á sín andlegu veikindi og örugglega hjálpað fleirum, bara pottþétt. Þess vegna kemur þetta manni svolítið á óvart og veldur manni vonbrigðum,“ sagði Teddi. „Björgvin Páll veit alveg að Kristján hefur verið að díla við alla þessa hluti. Kristján hefur opnað sig um það sjálfur þegar hann var hjá Fjölni. Og þegar hann var hjá ÍBV þá var hann að díla við eitthvað sambærilegt hefur maður heyrt og svo áfram í Frakklandi.“ „En fyrir mitt leyti á hann sér engar málsbætur fyrir þessi skilaboð. Og það sem mér finnst Björgvin Páll hafa mátt gera er að bara sýnia smá auðmýkt. Biðja hann afsökunar. Hann hefur beðið hann afsökunar á að hafa verið harðorður í þessum skilaboðum, en mér finnst það ekki ramma inn alvarleika þessara skilaboða í heild sinni,“ sagði Teddi, en umræðuna alla, og þáttinn í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Ræða Tedda um málið hefst eftir tæpar 48 mínútur.
Handbolti Olís-deild karla Franski handboltinn Valur Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20
Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00