Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 20:37 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Vísir/Ívar Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01