Harma mikla blóðtöku fyrir Keflavík: „Dómarinn ætti bara að skammast sín“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 10:31 Bræðurnir Hjalti Þór og Hörður Axel Vilhjálmssynir voru bálreiðir eftir að Hörður fékk brottvísunina. Stöð 2 Sport „Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku. Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira