Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 11:57 Twitter hefur um árabil gefið þekktum notendum, stofnunum og fjölmiðlum blátt merki til þess að auðkenna þá. Nú er ekki lengur hægt að greina á milli þeirra sem fengu merkið á þeim forsendum og annarra sem greiddu miðlinum áskriftargjald. AP/Gregory Bull Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. Elon Musk, eigandi Twitter, tilkynnti fyrir nokkru að miðillinn ætlaði að hrista enn einu sinni upp í hvaða notendur fá svonefnt staðfestingarmerki (e. verified) á síðunni. Frá mánaðamótum yrðu það aðeins þeir sem greiddu Twitter áskriftargjald. Fram að þessu hafa ýmsir þekktir notendur, fjölmiðlar og stofnanir haft staðfestingarmerki við reikninga sína, fyrst og fremst til þess að staðfesta að þeir séu raunverulega þeirra. Breytingarnar mældust ekki sérlega vel fyrir hjá þeim sem hafa verið auðkenndir af Twitter með þessum hætti. NBA-stjarnan LeBron James og Hvíta húsið voru á meðal þeirra sem sögðust ekki ætla að kaupa sér staðfestingarmerki. Flestir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna staðfestu í síðustu viku að þeir ætluðu ekki að greiða áskriftargjald til þess að halda staðfestingarmerki sem hefði endað tapað merkingu sinni með breytingunum. Þeir ætluðu heldur ekki að endurgreiða blaðamönnum sínum kostnað við að kaupa áskrift. Lét persónulega taka merkið af New York Times Viðbrögðin virðast hafa skotið stjórnendum Twitter skelk í bringu því þeir virðast hafa ákveðið að breyta fyrirætlunum sínum á síðustu stundu. Nú á mánudag þegar tveir heilir sólarhringir voru liðnir frá því að miðillinn ætlaði að byrja að svipta notendur bláu staðfestingarmerki voru þekktir notendur og stofnanir enn með merkin. Sú breyting hafði þó átt sér stað að reikningarnir voru nú sagðir staðfestir annað hvort vegna þess að þeir væru áskrifendur að Twitter eða vegna þess að þeir hefðu haft staðfestingarmerki fyrir breytinguna. Elon Musk, eigandi Twitter, gerði enn einar breytingarnar á staðfestingarmerkjum á miðlinum um helgina.Vísir/Getty Ein undantekning virðist þó vera á. Bandaríska dagblaðið New York Times er ekki lengur með staðfestingarmerki á aðalreikningi sínum, að því er virðist fyrir persónuleg afskipti Musk sjálfs. Washington Post segir að blaðið hafi verið aðeins eitt af nokkrum tugum sem missti merkið á sunnudag. Þrátt fyrir það voru reikningar ýmissa undirsíðna New York Times enn með staðfestingarmerki enn í dag. Musk sagði í tísti á laugardagskvöld að hann ætlaði að taka merkið af New York Times eftir að hann sá tíst um að blaðið ætlaði ekki að greiða fyrir áskrift. Í gærmorgun tísti hann svo að staðfestir reikningar fengju aðlögunartímabil þar sem þeir héldu staðfestingarmerkinu þar til þeir keyptu sér áskrift. Þeir sem lýstu því hins vegar sérstaklega yfir að þeir ætluðu ekki að greiða misstu merkið strax. Musk eyddi tístinu síðar, að sögn Fox Business. Fjöldi eftirherma spratt upp Fyrri tilraunastarfsemi Musk með staðfestingarmerkin olli grundroða í fyrra. Hver sem er gat keypt sér staðfestingarmerki með því að greiða fyrir áskriftarleið Twitter. Í kjölfarið spratt upp fjöldi reikninga með staðfestingarmerki sem villti á sér heimildir. Hlutabréfaverð lyfjafyrirtækisins Eli Lilly hrundi eftir að ein slík „staðfest“ eftirherma tísti um að insúlín væri nú ókeypis í nafni fyrirtækisins í nóvember. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Elon Musk, eigandi Twitter, tilkynnti fyrir nokkru að miðillinn ætlaði að hrista enn einu sinni upp í hvaða notendur fá svonefnt staðfestingarmerki (e. verified) á síðunni. Frá mánaðamótum yrðu það aðeins þeir sem greiddu Twitter áskriftargjald. Fram að þessu hafa ýmsir þekktir notendur, fjölmiðlar og stofnanir haft staðfestingarmerki við reikninga sína, fyrst og fremst til þess að staðfesta að þeir séu raunverulega þeirra. Breytingarnar mældust ekki sérlega vel fyrir hjá þeim sem hafa verið auðkenndir af Twitter með þessum hætti. NBA-stjarnan LeBron James og Hvíta húsið voru á meðal þeirra sem sögðust ekki ætla að kaupa sér staðfestingarmerki. Flestir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna staðfestu í síðustu viku að þeir ætluðu ekki að greiða áskriftargjald til þess að halda staðfestingarmerki sem hefði endað tapað merkingu sinni með breytingunum. Þeir ætluðu heldur ekki að endurgreiða blaðamönnum sínum kostnað við að kaupa áskrift. Lét persónulega taka merkið af New York Times Viðbrögðin virðast hafa skotið stjórnendum Twitter skelk í bringu því þeir virðast hafa ákveðið að breyta fyrirætlunum sínum á síðustu stundu. Nú á mánudag þegar tveir heilir sólarhringir voru liðnir frá því að miðillinn ætlaði að byrja að svipta notendur bláu staðfestingarmerki voru þekktir notendur og stofnanir enn með merkin. Sú breyting hafði þó átt sér stað að reikningarnir voru nú sagðir staðfestir annað hvort vegna þess að þeir væru áskrifendur að Twitter eða vegna þess að þeir hefðu haft staðfestingarmerki fyrir breytinguna. Elon Musk, eigandi Twitter, gerði enn einar breytingarnar á staðfestingarmerkjum á miðlinum um helgina.Vísir/Getty Ein undantekning virðist þó vera á. Bandaríska dagblaðið New York Times er ekki lengur með staðfestingarmerki á aðalreikningi sínum, að því er virðist fyrir persónuleg afskipti Musk sjálfs. Washington Post segir að blaðið hafi verið aðeins eitt af nokkrum tugum sem missti merkið á sunnudag. Þrátt fyrir það voru reikningar ýmissa undirsíðna New York Times enn með staðfestingarmerki enn í dag. Musk sagði í tísti á laugardagskvöld að hann ætlaði að taka merkið af New York Times eftir að hann sá tíst um að blaðið ætlaði ekki að greiða fyrir áskrift. Í gærmorgun tísti hann svo að staðfestir reikningar fengju aðlögunartímabil þar sem þeir héldu staðfestingarmerkinu þar til þeir keyptu sér áskrift. Þeir sem lýstu því hins vegar sérstaklega yfir að þeir ætluðu ekki að greiða misstu merkið strax. Musk eyddi tístinu síðar, að sögn Fox Business. Fjöldi eftirherma spratt upp Fyrri tilraunastarfsemi Musk með staðfestingarmerkin olli grundroða í fyrra. Hver sem er gat keypt sér staðfestingarmerki með því að greiða fyrir áskriftarleið Twitter. Í kjölfarið spratt upp fjöldi reikninga með staðfestingarmerki sem villti á sér heimildir. Hlutabréfaverð lyfjafyrirtækisins Eli Lilly hrundi eftir að ein slík „staðfest“ eftirherma tísti um að insúlín væri nú ókeypis í nafni fyrirtækisins í nóvember.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira