Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði nýjar reglur um vopnaburð lögreglu fyrir síðust áramót sem heimila lögreglumönnum að bera rafbyssur. Málið var ekki borið upp á ríkisstjórnarfundi, þrátt fyrir óskir forsætisráðherra og vinnubrögð Jóns gagnrýnd af umboðsmanni Alþingis og þingmönnum stjórnarandstöðunnar.
Í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómstólaráðherra, þar sem lagt var til að lögregla fengi að bera rafbyssur, kemur fram að Landssamband lögreglumanna hafi kallað eftir því að lögreglumenn fái að bera vopnin. Ef marka má tölur frá Vinnueftirlitinu virðist slysum á lögreglumönnum hins vegar ekki hafa fjölgað, líkt og haldið hefur verið fram.
Þá er mörgum spurningum ósvarað, meðal annars um það hvers vegna lögregla telur sig þurfa á rafbyssum að halda og hvernig vopnin verða notuð.
Hægt er að horfa á Pallborðið á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan.