Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 09:11 Roy McGrath var skrifstofustjóri Larrys Hogan, fyrrverandi ríkisstjóra Maryland. Hann var ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik en lagði á flótta. Baltimore Sun/Pamela Wood/AP Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira