Hönnuður borðspilsins Catan látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 16:36 Klaus Teuber með spilinu sem breytti borðspilaheiminum. EPA Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið. Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið.
Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira